Skírnir - 01.09.2008, Page 54
328
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
leikararnir væru aðeins amatörar í samanburði við það sem fram
færi í Kaupmannahöfn og má lesa það út úr bréfaskriftum Soffíu
Guðlaugsdóttur um þetta mál.49 Trúlega var sitthvað hæft í því, að
leiklist Dana og Islendinga væri um þessar mundir ekki sambæri-
leg að listrænu gildi, og hefur þó þessi áratugur í danskri leiklist
þótt fremur rýr. Sama máli gegnir um leikritun Dana á þessum
árum.50 Hins vegar var íslensku leikhúsmönnunum fullljóst, að á
ýmsu hafði gengið hjá Kamban í Kaupmannahöfn. Og þó að leik-
menntun Indriða Waage væri ekki jafn formleg og þriggja ára
einkanám Kambans hjá Peter Jerndorff, hafði hann þó dvalið
veturlangt í þeirri borg, Berlín, sem á þessum árum var mekka
leiklistarinnar í Evrópu og síðan leikstýrt ellefu leiksýningum, að
vísu með „amatörum". Um það starf komst Kamban svo að orði,
reyndar tvær af þeim sýningum sem hvað síst höfðu þótt takast:
„Vetrarævintýrið“ og „Munkarnir á Möðruvöllum" eru meira en viðvan-
ingslegar. Þær eru í mínum augum til óbærilegrar minkunar fyrir félag
sem á þessum vetri heldur fagnaðarhátíð út af því að hafa haft svo nefnda
íslenska leiklist í einokun í 30 ár — og notað nú síðast einokunarvald til
að útiloka íslenska sjerkunnáttu, af einskærri hræðslu við að gefa högg-
stað á sjer. Ef herra Indriði Waage hefði nokkra hugmynd um, hvaða
kröfur eru gerðar til þess í mentuðum heimi, hvernig farið er með Shake-
speare á leiksviði — jeg held hann myndi falla í öngvit af blygðun yfir
handaverkum sínum.
Þvílík og önnur stóryrði Kambans í þessari deilu lýsa biturð hans
yfir því að ekki gekk saman. En varla er hægt að kalla slík ummæli
framrétta sáttarhönd. Réttara væri kannski að tala um stórlæti,
jafnvel hroka og óbilgirni.
49 Bréf Soffíu Guðlaugsdóttur frá Danmarksdvölinni 1926, í eigu Sveins Einars-
sonar. í viðtali á 20 ára leikafmæli sínu fullyrðir Soffía eftirfarandi: „Er jeg kom
heim úr síðari ferðinni, hafði jeg umboð til að bjóða íslenskum leikflokki að
leika sem gestir á Ieikhúsum í Danmörku og víðar. Ur slíkri för gat þó ekki
orðið.“ Morgunblaðið, 29. október 1936. Af bréfunum má lesa að Anna Borg
sem þá var í Kaupmannahöfn hefur ekki haft trú á slíkum gestaleik. Soffía fór
aftur utan haustið 1927 og kannski var um að ræða Kambanssýningarnar úr
Iðnó, sem lýst er í næsta kafla.
50 Kela Kvam, Janne Risum og Jytte Wiingaard (ritstj.), Dansk teaterhistorie, bls.
91-122. Það er á fjórða áratugnum sem menn litu á verk Kajs Munk og Kjelds
Abell sem nýtt blómaskeið í danskri leikritun.