Skírnir - 01.09.2008, Side 63
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
337
þessa skoðun, spyr hvort Fjallkirkjan samkvæmt þeim skilningi sé
ekki „íslenskar bókmenntir".69 En umræða síðari ára um nýbúa-
bókmenntir hafa sýnt mönnum fram á að málið er talsvert flókið.
Búningur Halldór Laxness á Fjallkirkjunni og Magnúsar Ásgeirs-
sonar á Svartfugli gerðu þessar bækur að íslenskum bókmennt-
um, en einhver ófullnægja hefur þó verið í Gunnari Gunnarssyni
þegar hann tók sig til á efri árum og „þýddi“ öll sín verk á sína
eigin íslensku. Jóhanni Sigurjónssyni var í mun að öll hans verk
væru til á hans eigin máli; meira að segja var hann ásamt Sigurði
Guðmundssyni síðar arkitekt byrjaður að þýða Lyga-Mörð, sem
þó var augljóslega fyrst og fremst saminn fyrir útlend leiksvið.
Þegar Logneren kom fyrst fram í Danmörku, hikaði ekki virtur
danskur gagnrýnandi við að kalla leikinn „et dansk Skuespil".70
Ljóð Jónasar Guðlaugssonar hafa orðið svolítið utanveltu í ís-
lenskri bókmenntavitund, en ekki teljast þau til danskra
bókmennta. I dag lifa að minnsta kosti leikrit Kambans að því
leyti sem við höfum tekið þau til okkar. En þau eru flest í þýðing-
um á íslensku.71 Alkunna er að almennt er talið að leikverk þurfi
að þýða að nýju á um það bil fimmtíu ára fresti. I ljósi þess er tími
til kominn að skoða stíl Kambans að nýju, því að hans eigin
þýðingar úr frummálinu hafa ekki farið skár út úr flutningnum
yfir Atlantshafið en annarra þýðingar. Ein ástæða þess hversu
erfitt þau hafa flest átt að eignast fótfestu í fæðingarlandi höfund-
ar síns er sú staðreynd, að þau eru ekki samin eða hugsuð á ís-
lensku, að minnsta kosti lifandi íslensku. Meira að segja meistara-
stykkið Vér morðingjar þyrfti að „þýða“ upp á nýtt, næst þegar
69 Helga Kress, Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur, Reykjavík 1970, bls.
21. Sbr. Einar Ól. Sveinsson, „Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmenntir",
Iðunn 1930, bls. 170.
70 Helmer Lind, Illustreret Tidende, 30. júní 1918, bls. 369. Þetta er reyndar fyrir
1. desember sama ár. í skrá yfir verkefni Konunglega leikhússins, sjá Georg
Leicht og Marianne Hallar, Det kongelige Teaters repertoire 1889-1971, eru
Kamban, Jóhann Sigurjónsson og Tryggvi Sveinbjörnsson taldir með dönskum
höfundum. Verk einskis þeirra hafa verið þar á fjölum eftir 1950.
71 Eiginhandarrit Kambans er til af um rúmum helmingi þeirra, en Vilhjálmur Þ.
Gíslason þýddi Paa Skalholt, Tómas Guðmundsson 0rkenens Stjerner, Karl
ísfeld Derfor skilles vi og Lárus Sigurbjörnsson Grandezza.