Skírnir - 01.09.2008, Side 66
340
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Það var sem sagt ákveðinn tónn í garð íslendinga þegar frá fyrstu
landvinningum þeirra í Danmörku, enda kveðið á aðra strengi og
ólíka þeim raunsæisheimi sem dönsku leikskáldin kepptust við að
lýsa á þessum árum.
Við uppsetninguna á Vér morðingjar hafði hann í fyrsta sinni á
hendi sjálfstæða leikstjórn. Frumsýningin var 2. mars 1920 og
Kamban var 31 árs gamall. Blöðin hrósuðu yfirleitt leikstjórninni
þó að það væri einkum leikritið sem augun beindust að. P.C.V.
Hansen segir m.a. í danska leiklistartímaritinu Teatret:
Það sem sagt er skiptir ekki máli, það sem gerist skiptir öllu ... Nánast við
hvert tilsvar breytist afstaða aðalpersónanna hvorrar til annarrar og þá um
leið öll atvik, sálfræðilega eru stöðugar sveiflur í heildarmyndinni. Þar í
lýsir sér listfengi höfundar sem réttilega hefur fært honum sigurinn.
Veikleiki leikritsins felst í þeirri samþjöppun sem dramatískt form ætíð
krefst og sem hér er beitt til hins ýtrasta. Það er ekki nema brot af lífi
þessa fólks sem við fáum hér að kynnast.
Hvort sem menn eru nú sammála þessum úrskurði eða ekki, þá
létu margir leikrýnar enn meiri hrifningu í ljósi og Hansen bætti
fyrir með því að segja leikritið hafið yfir fjöldann, enda sé það sér-
kennilegt að formi og djúpúðugt í sálfræði sinni.77
En leikstjórn Kambans var einnig lofuð. Fróðlegt er til dæmis
að sjá hvað leikkonan Clara Pontoppidan segir um það í endur-
minningum sínum. Hún fór með hlutverk Normu, féll ekki við
persónuna og þótti hún ógeðfelld. En um leikstjórn Kambans
segir hún hins vegar:
Kamban leikstýrði líflega og af skaphita. Hann var mikilhæfur leikstjóri,
hafði gáfur til að láta leikarann teygja hæfni sína til hins ýtrasta. Að hún
Klara Sang í „Over Evne“ hjá mér mörgum árum seinna tókst sæmilega, var
77 „Det som siges paa Scenen er intet, det som handles er alt. Med næsten hver
Replik forandres Hovedpersonernes indbyrdes Forhold og dermed hele Situa-
tionen, psykologisk set skifter det idelig Plads i Helhedsbilledet. Deri bestaar
Forfatterens Kunst, der med rette har bragt ham Sejren. Stykkets Svaghed er at
Forkortningen, som altid er nodvændig i den dramatiske Form, her er drevet
til sine yderste Konsekvenser. Det er et meget begrænset Udsnit af disse to
Menneskers Liv, der her præsenteres"... „ejendomligt i sin Form, klogt i sin
Psykologi". Sjá Teatret, mars, II, 1920 (með forsíðumynd), bls. 112-114.