Skírnir - 01.09.2008, Side 76
350
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
en Lárus Ingólfsson teiknaði leikmyndir og Anna Borg lék Stein-
unni á móti Eyvind Johan-Svendsen. Sýningar urðu 11.
En eigi að síður er ljóst að Christiansen hefur þótt akkur í veru
Kambans á Konunglega leikhúsinu. Hann segir í áðurnefndu riti,
sem er eins konar varnarrit og viðbót við hinar eiginlegu endur-
minningar hans þar sem hann víkur að sýningunni á Skdlholti
haustið 1933, þegar Kamban hafði sagt upp stöðu sinni sem fast-
ráðinn leikstjóri:
Skálholt Kambans leið fyrir það hversu erfitt það er að endurfæða skáld-
sögu í leikritsformi, vafningasemi sem kom í veg fyrir þann sigur sem
leikritið í krafti skáldlegrar reisnar sinnar átti skilið.
En hann heldur áfram:
Og, — það sem ekki síst ber að harma — sama tækifæri til þess að velja verk
sem drægju áhuga áhorfenda að sérstæðum hæfileikaeinkennum hvers og
eins, hvort sem í hlut áttu þeir yngri eða þeir eldri í hópi listamanna leik-
hússins, ekki síst með því markvisst að þjálfa hina ungu, sem með tíð og
tíma eiga að leysa hina eldri af hólmi — var vanrækt bæði af leikhús-
stjóranum sjálfum [þ.e. Andreas Moller, sem hélt áfram starfi sínu] — og
þó einkum af leikstjórunum, sem eftir að Kamban hætti, voru eingöngu
leikarar sem höfðu meiri áhuga á leikhúspólitík en ást á listinni.108
Þetta voru kreppuár. Annað svið Konunglega leikhússins — hinn
gamli draumur Adams Poulsen og margra fleiri — hafði verið
opnað 1931 og kallaðist fljótt í fólks munni Stærekassen (Stara-
búrið), en leikhúsið neyddist til að loka því aftur 1933.109 Um
108 „Kambans „Paa Skalholt" tyngedes af Emnets besværlige genfodelse fra Rom-
an til Drama, af en Vidtloftighed, der forskertsede den Sukcess, som Skue-
spillet i Kraft af sin digteriske Myndighed havde fortjent" ... „Og — hvad især
er beklageligt — den samme Lejlighed til gennem Opgaver, der kunde
Fremme Publikums Interesse for den Enkeltes særprægede Evner, hvad enten
det gjaldt unge eller ældre blandt Teatrets Kunstnere, ikke mindst en sund og
maalbevidst Opdragelse af det unge Kuld, som engang skal aflose det gamle,
forsomtes baade af Chefen — og i farste Række af hans Instruktorsstab, der
efter Kambans Bortgang, bestod af lutter Skuespillere, hvis Interesse var
stærkere præget af Teaterpolitik end af Kærlighed til Kunsten." Einar
Christiansen, Det kgl. Teaters Skœbneaar 1931-35, bls. 71-72.
109 Aðdragandinn var langur, en danskt máltæki segir: Der er stær i kassen, það
er barn í vændum. Nye Scene, sem var hið opinbera heiti, var svo opnað