Skírnir - 01.09.2008, Page 78
352
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
íenginn til að sjá um leikmyndina, en búninga teiknaði Ove Chr,
Pedersen. Eru það einkum búningar og gervi leikenda sem vekja
nokkra furðu, a.m.k. ef stílað er upp á eitthvað „sögulega rétt“
eins og þá var lenska í Kaupmannahöfn.
Frumsýning var snemma árs 1934 og sýningar urðu aðeins átta.
Viðtökur hafa væntanlega orðið Kamban mikil vonbrigði. I um-
sögnum blaða skiptust á lof og last, sumir töldu leikinn betri en
skáldsöguna, aðrir báru lof á sýninguna en töldu leikritið síðra.
Frederik Schyberg var til dæmis mjög óvæginn, en eftir lát Svens
Fange var hann ásamt Svend Borberg áhrifamesti leikrýnir Dana.
Hann kallaði úmsögn sína að vísu „íslenskt drama í stóru broti",
en flýtir sér í upphafi að taka fram að sýningin hafi ekki staðið
undir væntingum. Schyberg segir síðan höfundinn hafa gert
sjálfum sér bjarnargreiða með að leikstýra Sendiberranum og
Óræfastjörnum og sama gerist nú. Hann heldur áfram:
Islenskt drama í stóru broti ... brást væntingum ... En það er þessi
örvæntingarfulli metnaður að forðast leikhúsið í leikhúsinu sem nokkur
af leikskáldum okkar eru höfuðsetin af! Skáldið Kamban, sem tekið hefur
sem. sagnahöfundur svo aðdáunarverðum framförum á síðustu árum,
hefur bersýnilega stigið þau framfaraspor á kostnað leikræns skyns síns.
Hann er skáld, kannski enn stærra en áður. Leikskáld er hann síðra en
nokkru sinni. Efnið í „í Skálholti" býður í raun og veru upp á frábært
dramatískt hráefni: spennandi, frumlega atburðarás, litríkt sögusvið, áhrifa-
miklar og „sterkar" persónulýsingar. Hvers verður meira krafist?
Schyberg setur út á byggingu leiksins, Daði detti út í miðjum
klíðum, finnur að óviðkomandi atriðum eins og innkomu Hall-
gríms Péturssonar, Torfæusi (sem reyndar hefur verið sleppt í
íslensku uppfærslunum) og ýmsu fleira. I stuttu máli segir gagn-
rýnandinn leikinn of bundinn af skáldsögunni. I höndum raun-
verulegs leikhúsmanns hafi hinir dramatísku möguleikar verið
fyrir hendi, en hér hafi það farið í vaskinn. Úr mikilfenglegri
skáldsögu með dramatísku efni hafi orðið leikrænn vanskapnaður.
Orrustan hafi tapast.111
111 „... indfriede ikke Forventningerne ... Men den fortvivlede Ærgærrighed