Skírnir - 01.09.2008, Síða 92
366
PÁLL BJARNASON
SKÍRNIR
hjarl efnaðan föður sem var mektarbóndi og prestssonur með mik-
inn metnað fyrir hönd sonar síns.
Leiðir Tómasar og Jónasar lágu saman í Bessastaðaskóla þegar
þeir voru innan við tvítugt og þar tókst með þeim vinátta. Jónas
ritaði um Tómas látinn að þegar í skóla hefði hann verið „ákafa-
maður í geði, kappsamur og framkvæmdasamur... Ekkert var
honum leiðara en leti og lygi, ... hann þótti vera nokkuð svo
harðsnúinn og ráðríkur, en allra manna ... einlægastur og ástúð-
legastur vinum sínum."6 Skólafélagar lýsa hins vegar Jónasi svo að
hann hafi verið værukær, dreyminn, viðkvæmur, dulur og pukr-
aðist við að yrkja.7 Hvernig geta svo ólíkir menn sem Jónas og
Tómas orðið vinir? Stundum er sagt að ráðríkir og stjórnsamir
menn vilji eiga vini sem eru leiðitamir, og samskipti þeirra virðast
einmitt einkennast af því að Tómas vill ráða. Hins vegar má ætla
að Jónas hafi fundið í Tómasi þann styrk sem hann sjálfan skorti,
föðurlausan og viðkvæman.8 En báðir höfðu skarpar gáfur og
vildu láta gott af sér leiða fyrir fósturjörðina og það skýrir full-
komlega áhuga Tómasar á því að koma Jónasi til manns.
Ólíkur varð námsferill þeirra. Tómas eirði ekki lengi í Bessa-
staðaskóla, útskrifaðist þaðan vorið 1827, fór um haustið til Kaup-
mannahafnar, stundaði nám í guðfræði og lauk því með ágætum
vitnisburði í ársbyrjun 1832. Jónas lauk námi í Bessastaðaskóla
1829, settist þá að í Reykjavík og stundaði þar skrifstofustörf
næstu þrjú árin. Jónas fór loks utan haustið 1832, en þeir Tómas
fórust á mis því að þá um vorið lagði guðfræðingurinn nýútskrif-
aði upp í tveggja ára Evrópuferð sína.
Nýkominn til Kaupmannahafnar skrifar Tómas Jónasi og ávarp-
ar hann „elsku vin“ sem hann hripi „þakklætislínur fyrir fornan
góðkunningsskap“.9 Hann lætur vel af veru sinni í fyrstu, skrifar
6 Fjölnir 1843:2-3; Ritverk Jónasar Hallgrímssonar 1989 1:372.
7 „Jónas var allra manna latastur,“ er haft eftir Páli Melsteð (Islenskir sagnaþœttir
og þjóðsögur XI:59), sbr. einnig lýsingar Konráðs Gíslasonar (Fjölnir 1846:2) og
Hannesar Hafstein (1883:x).
8 Matthías Johannessen (1993:193) hefur bent á „vináttuhneigð“ Jónasar, einkum
á yngri árum: „Vinir og skólafélagar fylltu tóm sem faðir Jónasar skildi eftir í
viðkvæmri sál skáldsins unga.“
9 Bréf Tómasar Sœmundssonar 1907:16 (dags. 30. sept. 1827). Tilvitnanir í bréf