Skírnir - 01.09.2008, Page 96
370
PÁLL BJARNASON
SKÍRNIR
hreppstjóra Ásmundssonar og Rannveigar konu hans, systur Jón-
asar. Þau tóku honum vel, enda hann „recommenderaður" af
Jónasi. Daginn eftir fylgdi Tómas bóndi honum til Akureyrar.
Tómas Sæmundsson kveðst hafa hvatt nafna sinn til að styrkja
Jónas til náms, sem hann kvaðst fús til ef aðrir frændur Jónasar
gerðu hið sama. Eflaust hefur Tómas hamrað á því hvað miklir
hæfileikar færu forgörðum ef Jónas kæmist ekki til háskólanáms.
Ekki verður annað séð en Tómas hafi haft erindi sem erfiði því
að Tómas á Steinsstöðum og fleiri stóðu við það að styrkja Jónas
eftir að hann hóf nám í Höfn.20
Á Akureyri virðist tilviljun koma aftur við sögu. Tómas gat
fengið skipsfar eftir þrjá daga og þá rakst hann á sr. Jón Jónsson á
Grenjaðarstað sem bauð honum að fylgja sér austur í Aðaldal og
hitta son sr. Jóns, Magnús, einn af nánustu vinum sínum úr Bessa-
staðaskóla. Magnús fylgdi honum svo daginn eftir til Akureyrar
og Tómas náði skipi í tæka tíð.
Þannig sagði hann föður sínum söguna, en Jónasi sagði hann
örlítið meira.21 Á vesturleið komu þeir Magnús við í Garði í Aðal-
dal: „Komum við þá hvörgi við nema að Garði, hvar við stóðum
stundarkorn og héldum síðan rakleiðis út eftir ...“ Það er undar-
legt ferðalag því að ekki verður betur séð en þeir hafi lagt langa
lykkju á leið sína norður að Garði ef farið er frá Grenjaðarstað til
Akureyrar þar sem beinast liggur við, þ.e. yfir Reykjadal og
Fljótsheiði. Þá leið kvaðst Tómas hafa farið austur með sr. Jóni
daginn áður.22 I Garði bjó sýslumaður Þingeyinga, Þórður Björns-
son, og Bóthildur kona hans. Þau áttu tvö uppkomin börn, Hall-
grím, 27-28 ára, og Sigríði sem var hálfþrítug.23 „Stundarkornið"
sem þeir stöldruðu þarna við nægði Tómasi til að trúlofast heima-
sætunni. Það gerðist með svo mikilli leynd að Tómas trúði hvorki
föður sínum né Jónasi fyrir því, en gat þó ekki stillt sig um að tæpa
20 Sjá m.a. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar 1989 11:233 og IV:400.
21 Bréf Tómasar Sxmundssonar 1907:64 (í fyrrnefndu bréfi 1. okt. 1829).
22 Bréf Tómasar Sœmundssonar 1907:56.
23 Sbr. Islenzkar œviskrár 11:49 og V:90. Hallgrímur Þórðarson sigldi til náms í
Kaupmannahöfn 1827, sama ár og Tómas, og var þar til 1832. Ekki er vitað til
þess að þeir Tómas hafi þekkst á þeim tíma.