Skírnir - 01.09.2008, Page 127
SKÍRNIR
ÍSLANDS-FREYJA
401
ekki verið orðin svo mikil að lægi við blóðsúthellingum eins og
kristnitökuárið sjálft. Hvað veldur því að örstuttur, fremur illa
ortur kviðlingur, hleypir svo illu blóði í menn að réttur er settur
og leirskáldið dæmt af landi brott til þriggja ára? Er það ótti við
kristniboðið og hina nýju trú? Eða byggjast viðhorf viðstaddra á
viðkvæmni fyrir hönd hins heiðna goðs sem verður fyrir orð-
bragðinu?
Sjálfsagt á hið fyrrnefnda, óttinn við hina nýju trú, einhvern
þátt í viðbrögðunum. En er það allt og sumt? Hvaða menn eru það
sem sýna þessi viðbrögð? Hverjir voru það sem mislíkaði kviðl-
ingur Hjalta?
Til Alþingis á Þingvöllum koma menn úr öllum landsfjórð-
ungum, gildir bændur, goðar, menn sem eiga nokkuð undir sér í
flestum ef ekki öllum tilfellum.
Það eru þessir menn sem fá Hjalta Skeggjason dæmdan sekan
fjörbaugsmann fyrir goðgá. Þetta eru valdamiklir heiðnir karl-
menn sem líkast til eiga ættir að rekja til þeirra svæða í Noregi þar
sem átrúnaður á vanagoðin þrjú, Njörð, Frey og Freyju var áber-
andi mest eins og gerð var grein fyrir hér að framan. Það er að
mínu mati ekki óraunhæft að ætla að þeir heiðnu karlmenn sem
voru á alþingi sumurin 998 og 999 hafi haft sterkar taugar til þeirra
heiðnu goða sem nutu einna mests átrúnaðar í upprunalandinu.
Það er um miðbik þessa svæðis eða í Víkinni sem Ásubergs-
skipið finnst.
Sú kenning hefur notið hylli að þarna hafi verið jarðsett drottn-
ing Guðröðar konungs en hann er talinn hafa fæðst um 795 og sat á
Vestfold (Ingstad 1992:27-129). Það má því leiða að því líkur að á
hans tíð hafi verið nokkur umferð og umsvif mikilsmetinna og
áhrifamikilla manna á þessu svæði og út frá því, væntanlega bæði til
austurs og vesturs. Það er því varla tilhæfulaust að ætla að áhrifasvið
drottningarinnar og prestynju gyðjunnar Freyju sem þarna var lögð
til hinstu hvílu með svo mikilfenglegum umbúnaði sem raun ber
vitni, bæði í veraldlegu og trúarlegu tilliti, hafi verið á svipuðum
slóðum og þar sem örnefni sem vísa til Freyju eru áberandi.
Allt tel ég þetta benda óhjákvæmilega til þess að átrúnaður á
Freyju hafi enn verið nokkuð sterkur hér á landi eða að minnsta