Skírnir - 01.09.2008, Side 132
406
ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN
SKÍRNIR
hvernig stóð ljóðlist hans gagnvart þeirri hefð sem ríkti hér á landi
vel fram á síðustu öld? íslensk kvæðahefð var vígi sem naut öflugs
stuðnings almenningsálitsins og fyrstu tilraunir til óhefðbundins
yrkingarmáta vöktu litla athygli, svo sem órímuð en stuðluð þýð-
ing Einars Benediktssonar á hluta af ljóði Whitmans, „Söngur um
sjálfan mig“, eða þýðing Jóns Ólafssonar á kvæðinu „England"
eftir Strindberg (hvortveggja birt 1892). Tvö af elstu meginljóðum
módernískum, ortum á íslensku, eru eftir skáld sem dvöldust er-
lendis, í Danmörku og Þýskalandi: „Sorg“ (ort 1912, birt 1927)
eftir Jóhann Sigurjónsson og „Söknuður“ (ort 1926, birt 1928)
eftir Jóhann Jónsson. Þessi skáld og fleiri, sem gerðu tilraunir með
róttækar nýjungar, svo sem Halldór Laxness í „Unglíngnum í
skóginum" (1925), voru í takt við samtímalist erlendis, ekki þó í
Englandi eða Ameríku því að bókmenntatengsl Islendinga voru
fyrst og fremst við Norðurlönd og Þýskaland og Laxness hafði
auðsjáanlega hrifist af frönskum súrrealisma.
2
Ástandið var annað í íslenskum landnemabyggðum í Norður-
Ameríku á ofanverðri nítjándu öld og öndverðri þeirri tuttugustu.
Fyrsta og önnur kynslóð vesturfaranna sömdu bókmenntir af
kappi og leituðust þannig við að efla sérstöðu sína og að varðveita
íslenska tungu og bókmenntahefðina sem þeir mátu mikils.
íslensk tunga í Bandaríkjunum og Kanada var að sjálfsögðu í
návígi við ensku og sumir Vestur-íslendingar fylgdust vel með
enskum bókmenntum. í september 1924 höfðu a.m.k. þrír Vestur-
íslendingar lesið Eyðilandið eftir Eliot og þeir ræddu verkið og
mátu það í sendibréfum sín á milli. Einn þeirra var Stephan G.
Stephansson. Viðbrögð hans koma fram í bréfi til Jóhanns Magn-
úsar Bjarnasonar rithöfundar:
í gær las ég „Landauðna-land“. Skilningur minn gekk þar sneyptur frá, en
ekkert hissa, hann hefir áður kennt smérþefinn af „symbolism", „impres-
sionalism“, „fúturism“, „kúbism", „dadaism" og alls konar skálda-„kveisu“.
Flest slíkt er mér ánægjulaust og botnlaust, en ekki að ég hneykslist þó á
því. Sumt af því hefir lengi til verið í góðum, gömlum skáldskap og farið