Skírnir - 01.09.2008, Síða 135
SKÍRNIR
T. S. ELIOT Á ÍSLANDI
409
Sumarið 1936 hemsótti Auden ísland, svo sem frægt er, og þá
um haustið birtist í Raudum pennum íslensk þýðing Magnúsar
Ásgeirssonar á kvæði hans „Ferð til íslands" („Journey to Ice-
land“). Magnús var virtur þýðandi og jafnframt staðfastur varð-
maður hefðbundins forms. Þýðingar hans voru jafnan með
reglubundinni hrynjandi, ljóðstöfum og rími, einnig þegar hann
þýddi módernískan kveðskap sem hafði engin slík einkenni. Sú
var og raunin er hann þýddi ljóð Audens sem Magnús birti
einnig í 5. bindi Þýddra Ijóða þetta sama ár, 1936. Magnúsi var
vel kunnugt um að Auden var einn af módernistum enskra bók-
mennta eins og fram kemur í athugasemd í þessu ljóðakveri:
„Auden er talinn einn meðal hinna fremstu af yngstu skáldakyn-
slóðinni bresku og er einn af lærisveinum T.S. Eliots, hins frum-
lega skálds, er mjög hefir sett mark sitt á nútíma skáldskap ensku-
mælandi þjóða.“5
Segja mætti að „lærisveinninn" Auden hafi með þessu komið
Eliot í sjónmál á íslandi eftir krókaleiðum. En eftir sem áður verð-
ur ekki úr því skorið hvort Eliot hafi fyrst og fremst verið kunnur
af orðspori eða hvort ljóð hans hafi verið lesin á Islandi þegar hér
var komið sögu. Næstu tíu árin verður hans varla vart í opinberri
umræðu, en gera má því skóna að ýmsir hafi verið farnir að reka
nefið í ljóð hans um og eftir stríðslok. Árið 1946 lét Snorri Hjart-
arson, nýkominn fram á sjónarsviðið sem eitt efnilegasta nýskáld
á íslandi, þess getið á prenti að Magnús Ásgeirsson hefði „ekkert
þýtt eftir sjálfan æðstaprest hins nýja ljóðs, T.S. Eliot“, en Snorri
taldi Magnús fullfæran um það.6 Eins og fyrr segir hafði Magnús
áður gefið í skyn að hann þekkti til verka Eliots og hugsanlega
hefur hann tekið orð Snorra sem áskorun. En það var ekki fyrr en
að Magnúsi látnum að birt var þýðing hans á upphafslínum Eyði-
landsins. Hún fannst í eftirlátnum handritum hans og birtist í bók-
inni Síðustu þýdd Ijóð árið 1961, sex árum eftir að Magnús lést um
aldur fram. Hann þýddi einungis fyrstu tólf línur ljóðsins og gerði
5 Magnús Ásgeirsson: Þýdd. Ijóð V, Reykjavík: Bókadeild Menningarsjóðs 1936,
bls. 142.
6 Snorri Hjartarson: „Formáli“, Ljóð frá ýmsum löndum, þýð. Magnús Ásgeirs-
son, Reykjavík: Mál og menning, 1946, bls. v-xxvii; hér bls. xi.