Skírnir - 01.09.2008, Page 140
414
ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN
SKÍRNIR
íslensku myndar fjölradda nútímakór undir stjórn þýðandans.
Eliot gegnir hér mikilvægu hlutverki. Hann á fyrsta ljóðið, sem er
5. kafli ljóðaflokksins Öskudags (Ash-Wednesday, 1930). í þessu
ljóði er kveðið um orðin og hefst það svo á tungum tveim:14
Sé hið glataða orð glatað, sé hið útslitna orðið útslitið
sé hið óheyrða, ósagða
orðið ósagt, óheyrt;
áfram er það ósagða orðið, hið óheyrða Orð,
Orð án orða, Orðið í
heiminum og fyrir heiminn;
og ljósið lýsti í myrkrinu og
mót Heiminum þyrlaðist ennþá hinn óstaðbundni heimur
í kringum kjarna hins þögula Orðs.
If the lost word is lost, if the spent word is spent
If the unheard, unspoken
Word is unspoken, unheard;
Still is the unspoken word, the Word unheard,
The Word without a word, the Word within
The world and for the world;
And the light shone in darkness and
Against the Word the unstilled world still whirled
About the centre of the silent Word. (96)
Það er mergjaður texti sem markar inngöngu Eliots í málheim ís-
lenskra bókmennta. Þótt ekki sé hægt að segja að orðaforði frum-
textans sé flókinn í sjálfum sér, hlýtur hann að vefjast fyrir þýð-
anda. Einungis einn bókstafur skilur á milli orðanna „word“ og
„world“ á ensku og bregður Eliot á leik með þennan mun sem og
með orðin „world“ og „whirled". Hugsanlegt er að Jóhannes hafi
í misgripum þýtt „Against the Word“ sem „mót Heiminum“, en
þetta geta þá kallast skapandi mistök og segja má að þau „jarð-
bindi“ ljóðlínuna sem í hlut á. Jóhannes mætir Eliot svo með öðr-
14 „Kafli úr Öskudegi", í: Annarlegar tungur. Ljóðaþýðingar eftir Anonymus,
Reykjavfk: Heimskringla 1948, bls. 7.