Skírnir - 01.09.2008, Page 142
416
ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN
SKÍRNIR
mátti vænta þess að viðtökurnar yrðu blendnar. En síðla á fimmta
áratugnum, þegar módernismi var að festa rætur í íslenskri ljóða-
gerð, smásagnagerð og myndlist, var einingu þessarar intelligensíu
reyndar ógnað. Nokkrir hinna ungu höfunda (jafnvel yfirlýstir
vinstrisinnar) ásamt einum af eldri kynslóð (Jóhannesi úr Kötlum)
rufu hefðbundna samstöðu um hið „formlega“ samband bók-
mennta og samfélags. Fyrir vikið barst Eliot inn á íslenskt bók-
menntasvið á órólegum tímum og í flóknu samhengi bókmennta-
legs módernisma, þjóðlegrar íhaldssemi og vinstrisinnaðra við-
horfa. Og senn hófust hatramar deilur um ljóðformið, um réttmæti
nýjunga og félagslega hlutdeild bókmennta, einkum ljóðagerðar.
Árið 1949 birti Kristinn E. Andrésson í Tímariti Máls og
menningar grein sem hann kallaði „Ljóðskáldið T.S. Eliot“ og var
þetta fyrsta ítarlega umfjöllunin um Eliot á íslandi.16 Þar eru rakin
nokkur álitaefni ljóðlistar og hugmyndafræði sem áttu eftir að
vera mjög í umræðunni næstu árin. Kristinn byrjar á því að setja
þá Eliot og Joyce undir sama hatt og segir að báðir hafi þeir leitt
enskar bókmenntir á sömu brautir og skapað þeim ný form. Um
Eliot segir hann að svo megi „að orði kveða að ljóð hans séu
óskiljanleg, a.m.k. öllum almenningi" (291). Þetta er grundvallar-
staðhæfing manns sem lagt hafði áherslu á félagslegan boðskap
bókmennta, bæði sem menntamaður og útgefandi. Síðan veitir
hann yfirlit um skáldskap Eliots, ræðir um nokkur af eldri kvæð-
um hans en beinir athyglinni einkum að Eyðilandinu og getur í
stuttu máli um Öskudag og Fjóra kvartetta (Four Quartets).
Umfjöllunin um ljóðin er sambland af textaskýringum og félags-
legum athugasemdum. Kristinn segir Eliot hafa „upprunalega
þörf, ekki aðeins til að tjá samtíð sína í nýju formi heldur og til að
gagnrýna það þjóðfélag sem hann finnur sig undir niðri í ósátt
við“ og fyrstu kvæði hans lýsi „fólki sem hefur ekki haft kjark til
að lifa“ (293). „Siðleysi og andleg örbirgð nútímamannsins er sem
áður yrkisefnið" (294) að sögn Kristins þegar Eliot birti Poems
árið 1920, en með The Waste Land og The Hollow Men verði
16 Kristinn E. Andrésson: „Ljóðskáldið T.S. Eliot", Tímarit Máls og menningar,
3. hefti, 1949, bls. 290-299. í eftirfarandi umfjöllun er vísað til þessarar greinar
með blaðsíðutali í svigum.