Skírnir - 01.09.2008, Page 149
SKÍRNIR
T.S. ELIOT Á ÍSLANDI
423
Hálft dansspor og um ökkla snýst
á efstu tröppu faldur grár.
Le jeune homme étranger
á ekki heldur póst í dag.
[...]
Annar rithöfundur og gagnrýnandi, sem numið hafði í Bandaríkj-
unum, Sigurður A. Magnússon, birti árið 1959 greinina „Á eyði-
mörkinni", þar sem Eliot er kynntur, bæði sem afburða skáld og
gagnrýnandi.33 Sigurður ræðir ýmsa þætti í skáldskap Eliots, hug-
myndum hans og aðferðum, og ver hann gegn ásökunum um tóm-
hyggju og bölsýni. Síðan rýnir hann í nokkur ljóða hans í tímaröð,
allt til Eyðilandsins sem hann fjallar um allnákvæmlega. Seinni
ljóðagerð Eliots er einungis nefnd stuttlega í lok greinarinnar. Að
vissu leyti er þessi ritgerð hliðstæð grein Kristins E. Andréssonar
tíu árum áður, þ.e. með jákvæðum formerkjum, skrifuð þegar
atómskáldin höfðu haldið til streitu ljóðlistarstefnu í anda Eliots
og nokkurra annarra módernista sem höfðu haft áhrif á bók-
menntalíf íslendinga.
Um þetta leyti eru ýmsir teknir að láta í ljós viðhorf sitt til Eliots
og jafnframt er leitað eftir áliti þeirra ljóðskálda sem nutu hvað
mestrar viðurkenningar hér á landi. Árið 1956 lagði blaðið Dagur
á Akureyri nokkrar spurningar fyrir Davíð Stefánsson, m.a. um
nýjungar í skáldskap. í svari sínu fordæmir Davíð óbundin ljóð og
augljóslega telur hann Eliot bera sök á „þeirri rímleysu sem nefnd
hefur verið atómljóð". Eins og fleiri varðmenn hefðarinnar um
miðja tuttugustu öld reynir Davíð að hæðast að atómljóðum með
því að telja Æra-Tobba vera „frumherja þeirrar listastefnu" og
segir ennfremur:
Rímleysan er tízkufyrirbrigði, en nær þó hvorki tökum á ungum né
gömlum til langframa. Dáendur hennar munu telja hana skyldari Eliot en
33 Sigurður A. Magnússon: „Á eyðimörkinni", Nýju fötin keisarans, Akureyri:
Bókaforlag Odds Björnssonar 1959, bls. 34-52.