Skírnir - 01.09.2008, Page 155
SKÍRNIR
T.S. ELIOT Á ÍSLANDI
429
ist þó með öðrum hætti en vænta mátti og hreint ekki aðgengi-
legum. Þýðingin birtist í Skólablaði Menntaskólans í Reykjavík og
þýðandinn var átján ára gamall nemandi, Egill Helgason (síðar
kunnur sjónvarpsmaður), sem einnig ritaði eftirmála og skýringar.
Hér eru birtar fyrstu línurnar, jafnmargar og Magnús Ásgeirsson
þýddi á sínum tíma:
Apríl er grimmastur mánaða, hann fæðir
liljur úr landi dauðans, blandar
minningum og löngunum, og ertir
dumbar rætur með vorregni.
Veturinn hélt á okkur hita, hann þakti
jörðina algleymissnjó, og ól
vísi að lífi á þurrum laukum.
Sumarið kom okkur að óvörum yfir Starnbergervatnið
með regnskúr, við námum staðar í súlnagöngunum,
og héldum áfram í sólskini, inn í Hallargarðinn,
drukkum kaffi og röbbuðum í klukkutíma.
Bin gar keine Russin, stamm’ aus Litauen, echt deutsch.41
Eins og vænta mátti lendir hinn ungi þýðandi í ýmsum vanda, t.d.
strax í annarri línu textans þar sem „dead land“ er orðið „land
dauðans" og „lilacs" er þýtt „liljur". Þegar „hyacinths“ er einnig
þýtt „liljur" nokkrum línum síðar eru því komin villandi tengsl
inn í textann. Orð og orðasambönd sem eru á framandi málum í
frumtextanum lætur Egill yfirleitt óþýdd, en þó þýðir hann sumt
(sbr. „Hallargarðinn") og athygli vekur að hann kýs að þýða fleyg
orð Baudelaires „hypocrite lecteur! — mon semblable! — mon
frére!“, en með þessari tilvitnun á frönsku lýkur Eliot fyrsta hluta
ljóðaflokksins. í þýðingunni hljóðar ávarpið svo: „lesandi hræsn-
ari! — mótingi minn, — bróðir minn!“ Egill getur þess í athuga-
semd að „formskyn" sitt knýi sig til að þýða þetta.
Að því er tekur til forms er þýðingin veikburða og skilar tón-
listareigindum textans slælega. Eigi að síður sýnir þýðandinn
óvænta orðfimi og stundum djörf tilþrif, t.d. þegar hann þýðir hin
41 „Eyðilandið“, þýð. Egill Ó. Helgason, Skólablaðið, Menntaskólinn í Reykja-
vík, 53. árg., 1. hefti, 1977-1978, bls. 17.