Skírnir - 01.09.2008, Page 156
430
ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN
SKÍRNIR
mikilvægu en ekki auðveldu orð „Unreal city“, sem á íslensku
verður „andveruleg borg“.
Að öllu athuguðu má þýðingin teljast gott afrek hjá átján
ára unglingi. Og þótt sumar skýringar hans séu glannalegar og
ungæðislegar, þá sýna þær að hann hefur ekki einungis kannað
ljóðið og skýringar Eliots, heldur einnig einhver skýringarrit eða
fræðilega umfjöllun. Hann tekur þó jafnframt nokkuð sjálfstæða
afstöðu og það er gaman að sjá tengsl Eliots við Dante skýrð
svona: „Veröldin er ekki ein og sameiginleg öllum, heldur á hver
sína veröld, sína heimssýn. Eða með orðum Jim Morrison,
söngvara Dyranna: „you are locked in a prison of your own
device.““42
11
Þegar kom fram á níunda áratuginn höfðu orðið talsverðar breyt-
ingar í íslenskum bókmenntum. Módernismi hafði tryggt sér sess
í skáldsagnagerð, eins og í leikritun, smásagnagerð og ljóðagerð.
Að þessu leyti hafði íslensk bókmenntaþróun endanlega komist á
sama stig og vestrænar bókmenntir. Á þessum tíma var afrakstur
fyrri áratuga endurmetinn. Nú var einnig tekið til við þýðingar og
hélt svo fram allt til loka aldarinnar. Nútímalegar bókmennta-
rannsóknir voru nú orðnar akademísk rannsóknargrein; bók-
menntafræðingar tóku ekki síst að endurmeta módernismann og
tóku þá bæði innlend og erlend verk með í reikninginn. í bókinni
Atómskáldin árið 1980 er Eliot tilgreindur sem mikilvægur áhrifa-
valdur í þessari þróun.43 Bókmenntagagnrýnandinn Eliot varð
einnig meira áberandi í íslensku samhengi undir lok aldarinnar.
Eysteinn Þorvaldsson þýddi ritgerð Eliots „The Social Function
of Poetry“44 árið 1989 og tveimur árum síðar birtist „Tradition
42 Saraa heimild, bls. 22.
43 Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módemisma í
íslenskri Ijóðagerð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1980, sjá einkum
bls. 36-37, 134-135, 256-257, 270-271.
44 T.S Eliot: „Félagslegt hlutverk ljóðlistar", þýð. Eysteinn Þorvaldsson, Ljóð-
ormur, 9. hefti, 1989, bls. 45-56.