Skírnir - 01.09.2008, Qupperneq 157
SKÍRNIR
T.S. ELIOT Á ÍSLANDI
431
and the Individual Talent“ í þýðingu Matthíasar Viðars Sæmunds-
sonar.45
Á tveimur síðustu áratugum tuttugustu aldar voru nokkur af
meginverkum heimsbókmenntanna þýdd á íslensku, ekki einungis
módernískar skáldsögur eftir Joyce, Proust og Kafka, heldur einnig
klassísk rit vestrænna bókmennta, t.d. verk eftir Dostojevskí,
Cervantes og Rabelais. Mitt í þessari athafnasemi, árið 1990, kom
Eyðilandið út á bók í íslenskri gerð Sverris Hólmarssonar. Þetta er
tvímálaútgáfa og í bókinni eru einnig skýringar, bæði höfundarins
og þýðandans, og eftirmáli þýðandans. í eftirmálanum er rakinn
ferill Eliots og þarna er fyrsta ævisöguágrip skáldsins á íslensku.
Eftirmálinn er augljóslega saminn með hliðsjón af nýlegum könn-
unum á ævi Eliots. Sverrir lætur þess getið að ljóðið hafi lengi vel
verið túlkað sem „krufning" á samtímanum, „en í seinni tíð hafa
margir hallast að því að lesa það sem persónulega tjáningu manns
sem er staddur í sálar- og trúarkreppu". Þótt hann bæti því við að
ljóðið standi af sér allar „lærðar túlkanir", fullyrðir hann: „The
Waste Land er ort af manni á leið til trúar [...]“46
Þýðingin er kunnáttusamlega gerð og styðst ekki einungis við
könnun á merkingarlegum og táknlegum þáttum, heldur líka á
tónlist ljóðsins, hrynjandi og hljómbyggingu. Sverrir grípur til
sveigjanlegrar ljóðstafasetningar, líkt og fleiri íslenskir Eliot-þýð-
endur, þegar hann þýðir hina formfastari eða ljóðrænni hluta
verksins. Upphaf „Eldræðunnar" („The Fire Sermon“) heppnast
sérlega vel í þessari viðleitni og þetta er besti hluti þýðingarinnar.
En sem skáldverk stenst þessi þýðing ekki samanburð við fyrri
snilldarþýðingar þeirra Jóhannesar úr Kötlum og Helga Hálfdan-
arsonar. Ljóðstafirnir og aðrir formþættir leiða stundum til
þvingaðrar tjáningar, t.d. strax í fyrstu línum ljóðsins. Hér birtast
sem fyrr fyrstu tólf línur ljóðaflokksins:
45 T.S Eliot: „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins", þýð. Matthías Viðar Sæ-
mundsson, í: Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson,
Kristfn Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafraeði-
stofnun Háskóla íslands, bls. 43-52.
46 Sverrir Hólmarsson: „Eliot og Eyðiiandið", í: T.S. Eliot: The Waste Land /
Eyðilandið, þýð. Sverrir Hólmarsson, Reykjavík: Iðunn 1990, bls. 63-78; hér
bls. 76.).