Skírnir - 01.09.2008, Síða 158
432
ÁSTRÁÐUR OG EYSTEINN
SKÍRNIR
Apríl er grimmastur mánaða, græðir
grös upp úr dauðri moldinni, hrærir
girndum saman við minningar, glæðir
vorregni visnaðar rætur.
Veturinn veitti okkur yl, þakti
grundina gleymskusnjó, nærði
máttvana líf í morknum rótum.
Sumarið kom að óvörum yfir Starnbergersee
með hellidembu, við biðum í súlnagöngunum,
röltum í sólskini út í Hofgarten
drukkum kaffi og röbbuðum stundarkorn.
Bin gar keine Russin, stamm’ aus Litauen, echt deutsch.47
Þýðandinn byrjar á hefðbundinni ljóðstafasetningu, tveimur stuðl-
um í fyrstu línu og höfuðstaf í annarri. Þriðja línan er sér um
ljóðstafi og sömuleiðis fjórða línan. Áherslan sem skapast af enda-
rími og hljóðlíkingum (grœðir, hrænr, glœðir, rætur) gefur þessum
hefðbundnu formeigindum ýktan þunga í heild. Ljóðstafaleitin í
þessari formlegu geirneglingu leiðir og til þess að „desire" er þýtt
með „girndum“. Þó að girnd (raunar af þurrlegri gerð) leiki visst
hlutverk í ljóðinu, er þetta óheppilegt orðaval í þessu tilviki, þar
sem fremur er um að ræða þrá eða löngun.
Sumar ljóðlínur, sem eru síður ljóðrænar, er Sverrir stundum
of áfjáður að útskýra og „staðsetja“, bæði orð og orðasambönd.
Sem dæmi má nefna að „So rudely forc’d“ er þýtt „svo grimmilega
nauðgað“, og eins er fljótfærnislegt að þýða „hurry up please
it s time“ með „klárið úr glösum, við lokum“.48 Kristján
Árnason hefur bent á að þótt þetta orðasamband feli í sér
meiningu enska kráar-hrópsins, endurómi það ekki hina ensku
upphrópun. Kristján gagnrýnir einnig að Sverrir þýðir „Unreal
city“ með orðunum „Óræða borg“. Kristján viðurkennir að
47 The Waste Land / Eyðilandið, þýð. Sverrir Hólmarsson, bls. 7. Greinarhöf-
undar hafa sett kommu á eftir „súlnagöngunum", en í þýðingu Sverris er þar
punktur, sem hlýtur að hafa ratað þangað í misgripum (enda hefst næsta lína á
Iitlum upphafsstaf). Fyrsti hluti Eyðilandsins í þýðingu Sverris birtist fyrst í
tímaritinu Ljóðormi, 8. hefti, 1988, bls. 11-12. Hann gerði nokkrar breytingar
á þeirri þýðingu þegar hún birtist aftur í áðurnefndri bók.
48 The Waste Land / Eyðilandið, þýð. Sverrir Hólmarsson, bls. 21 og 15.