Skírnir - 01.09.2008, Page 173
SKÍRNIR
HVIKULL ER DRAUMURINN ...
447
Bjarni virðist snortinn af ljóðum bókarinnar, jafnvel hrifinn.
Hann ræðir síðan um einstök ljóð og nefnir Jónas Hallgrímsson
sem áhrifavald (sama gerir krítíker Helgafells sem minnist að auki
á Davíð Stefánsson). Hann nefnir sérstaklega ljóðið „Ást“: „Snilld-
arskáldskapur er einnig fyrra erindi Augna þinna og síðara erindi
Ástar. Sú vísa vitnar einnig um „das ewig-weibliche“, einn þátt
þess. Þannig kvæði kona ein.“ Bjarni finnur helst að því að ljóðin
séu of einkaleg, vísi ekki nægilega út á við til að geta talist stórvirki.
í lokin gefur hann skáldkonunni áminningu:
Þrátt fyrir það sem að ofan er sagt, þá eru umrædd ljóð ekki stórvirki. Það
kemur til af því að þau opna ekki sýn út yfir sinn eigin einkaheim. Þar ber
hvergi skugga á af veruleik aldarinnar. Endimörk heimsins eru við tún-
garð séstaklingsins. Augu listamanna verða að opnast bæði út og inn —
svo þeir nái fullum þroska.
3
Áður en Halldóra giftist bjó hún um skeið í Reykjavík með
frænku sinni, skáldkonunni Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi,
systur Málfríðar Einarsdóttur. Þá komu til þeirra meðal annarra
Steinn Steinarr, Karl ísfeld og Magnús Árnason. Þegar Halldóra
var orðin ekkja bjó hún áfram í Reykjavík með dóttur sinni, Þóru
Elfu, sem einnig hefur fengist við yrkingar.24 Hús Halldóru var
opið fyrir gestum og gangandi og hún var ávallt í kynnum við
ýmis skáld og bókmenntamenn. Dagur Sigurðarson var heima-
gangur hjá henni um tíma, hálfvaxinn stráklingur, og ræddi ýmis-
legt við Halldóru, en hann var félagi Þóru Elfu og þau flæktust
saman út um borg og bý og komu oft við á „Lellef", eins og Dagur
kallaði kaffihúsið á Laugavegi 11.
í næstu ljóðabók Halldóru, Við sanda, sem kom út 1968, eru
yrkisefnin viðburðir í lífi einstaklingsins og heimsmálum, herseta
í landinu, stríð úti í heimi, svo sem Víetnamstríðið, ljóð til barna
og erfiljóð, m.a. til Ara Jósefssonar skálds. Og þar eru ljóð sem
lýsa vonbrigðum af því lífið hefur ekki uppfyllt þær vonir og
24 M.a. birtust ljóð eftir Þóru Elfu Björnsson í Ljóðum ungra skálda (útg. 1954)
sem Magnús Ásgeirsson ritstýrði.