Skírnir - 01.09.2008, Page 186
460 GUÐNI TH. JÓHANNESSON SKÍRNIR
útfærslan umhverfis ísland ekki afgerandi áhrif á þróun hafréttar í
víðara samhengi.
Haustið 1972 gekk 50 mílna lögsaga í gildi umhverfis ísland.
Árin á undan höfðu ýmis ríki Asíu og Afríku tekið sér sömu eða
svipaða lögsögu en ekkert þeirra fór þá eða síðar beinlínis að for-
dæmi Islands. Vorið 1973 heimsótti utanríkisráðherra Tansaníu til
dæmis ísland, benti á þær aðgerðir í landhelgismálum sem þegar
hefði verið gripið til í Afríku eða væru fram undan, og „kvaðst
vona að hann móðgaði engan þótt hann segði að hann liti ekki á
þetta sem sérstakt íslenskt vandamál“.15
Valdhafar í Afríku þurftu alls ekki að sækja forystu eða fordæmi
norður til íslands. Um þessar mundir mátti sjá að alþjóðasam-
félagið féllist senn á 200 mílna lögsögu strandríkja þótt hart væri
tekist á um nánari skilgreiningar og ýmis réttindi annarra ríkja
innan hennar. Umræður um það fóru einkum fram á þriðju haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem stóð með hléum frá 1973
til 1982. Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda árið 1975 að færa fisk-
veiðilögsöguna í 200 mílur skipti engum sköpum í þeirri vinnu og
áhrif íslands á hafréttarráðstefnunni voru ekki mikil. Sendinefnd
íslands var fámenn og einbeitti sér að séríslenskum hagsmunum
og lausnum.16
í sögu þorskastríðanna var Hans G. Andersen þjóðréttarfræð-
ingur helsti samningamaður og ráðgjafi stjórnvalda. í þeim efnum
gat hann notið sín en það er ofsagt að Hans hafi verið, eins og
íslenskir ráðamenn segja stundum, „einn fremsti sérfræðingur
heims á sviði hafréttar" sem hafi haft „veruleg áhrif á þróun réttar-
reglna á þessu sviði, ekki síst á mótun hafréttarsamnings Samein-
uðu þjóðanna".17 Hans G. Andersen var sannarlega þrautreyndur
á sínu sviði og naut yfirleitt virðingar annarra á hafréttarráðstefn-
15 „Viljum mjög gjarnan aðstoð íslenskra fiskveiðisérfræðinga“, Morgunblaðið
16. maí 1973.
16 í þekktu fræðiriti um þriðju hafréttarstefnuna er atbeina íslands t.d. hvergi
getið. Sjá James K. Sebenius, Negotiating the Law of the Sea: Lessons in the Art
and Science of Reaching Agreement (Cambridge, MA, 1984).
17 Avarp Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við athöfn í hátíðarsal
Háskóla íslands, 1. des. 2001, til að heiðra minningu Hans G. Andersen,
[http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/1535].