Skírnir - 01.09.2008, Page 187
SKÍRNIR
ÞORSKASTRÍÐIN
461
unum en hann lagði ekki línur eða mótaði hafrétt með skrifum,
ræðum og rannsóknum.18
Goðsagnir um þjóðareiningu
Þegar ráðamenn og embættismenn þjóðarinnar minnast þorska-
stríðanna verður þeim tíðrætt um meintan einhug hennar. „Það
var mikil samstaða með þjóðinni í landhelgisbaráttunni," sagði
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, til dæmis á 30
ára afmæli lokasigursins 2006, og á sjómannadaginn tæpum hálf-
um mánuði síðar sagði sjálfstæðismaðurinn Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson (sem þá var í þann mund að taka við embætti borgar-
stjóra) að „samstaða þjóðarinnar" og „samheldni þings og ríkis-
stjórnar" hefðu skipt sköpum í baráttunni.19 í þennan streng er
einnig tekið á vef Landhelgisgæslunnar, í kynningu á vinsælum
sjónvarpsþáttum um þorskastríðin og ófá önnur dæmi mætti
nefna.20
Víst gátu íslendingar staðið saman nær allir sem einn og ein-
róma samþykktir Alþingis um landhelgismál 1959 og 1972 bera
því vitni. Samstaðan var einkum skýr þegar mest gekk á úti á hafi.
En jafnvel þá var hún ekki órofin; í maí 1973 greip Guðmundur
Kjærnested skipherra til einna harkalegustu aðgerðanna í þorska-
stríðunum og skaut margsinnis á togara að ólöglegum veiðum svo
minnstu munaði að hann sykki. Tveir forsvarsmenn stjórnarand-
18 Nær öll 19 skrif Hans G. Andersen í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna
[http://www.gegnir.is] fjalla um íslensk landhelgismál; ekkert um hafrétt í
alþjóðlegu samhengi. Við leit í alþjóðlegu leitarvélinni Google Scholar [http://
scholar.google.com] 1. september 2008 kom nafn Hans G. Andersen 15 sinn-
um fyrir en til samanburðar má nefna að þar sást nafn norska þjóðréttar-
fræðingsins Jens Evensen yfir 200 sinnum og hins breska Hersch Lauterpacht
í um 2400 skipti.
19 Umræður á alþingi um stjórn fiskveiða, 132. löggjafarþing, 119. fundur, 1. júní
2006, [http://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20060601Tl74646.html].
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, „Sambýli sjávar og manns“, 12. júní 2006,
[http://betriborg.is/?action=grein&id=7732].
20 „Saga LHG“, [http://www.lhg.is/sagan/]. Kynningartexti á hulstri fyrir mynd-
bandsþættina Síðasti valsinn. Margrét Jónasdóttir handritshöfundur (Reykja-
vík, 2000).