Skírnir - 01.09.2008, Page 196
470
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
SKÍRNIR
skal. Vandinn er sá að meirihluti þjóðarinnar og opinberra mál-
svara hennar kýs líklega gömlu goðsagnirnar frekar en nýjar
niðurstöður fræðimanna, hversu sannfærandi sem þær kunna að
vera í huga þeirra sjálfra. Þetta kom ágætlega í ljós fyrri hluta árs
2008 þegar nefnd, sem forsætisráðuneytið skipaði „til að gera
tillögur um hvernig megi styrkja ímynd Islands", kynnti skýrslu
sína, „ímynd íslands. Styrkur, staða og stefna".49 Stjórn Sagn-
fræðingafélags Islands gagnrýndi skýrsluna og sagði hana m.a.
mótast af „söguskoðun sem er á skjön við sagnfræðirannsóknir
síðustu 30-35 ára“. Auk þess væri hún frekar í ætt við „þá sögu-
skoðun sem mótuð var í sjálfstæðisbaráttunni í pólitískum til-
gangi“.50
„Ímyndarnefndin" svokallaða benti aftur á móti á að hún hefði
aðeins endurspeglað viðhorf um sögu íslands sem fram komu í
rýnihópum og hringborðsumræðum.51 Væru þau viðhorf úrelt
væri því frekar við fólkið í landinu að sakast en nefndina. Aðrir
hafa líka minnst á þá tilhneigingu íslendinga að færa útlendingum
goðsagnir frekar en raunsærri sannindi: „[Ajlþýðleg sögusýn [er]
í andstöðu við iðkun fræða sem alltaf ganga út frá spurningu og
efasemd og kerfisbundinni leit að nýju svari,“ segir Anna Þor-
björg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur til dæmis í úttekt á viðhorfi
almennings og stjórnvalda til hins íslenska „menningararfs“.52 Og
þess vegna hljómar saga hinnar einhuga þjóðar, sem átti í höggi við
ofbeldisfulla óvini en hafði heilagan rétt sín megin og mótaði al-
þjóða hafrétt, örugglega betur í eyrum íslendinga heldur en sann-
49 Skýrslan er á vef forsætisráðuneytis, [http://www.forsaetisraduneyti.is/media/
Skyrslur/Forsaetisr_arsskyrsla_END2.pdf].
50 „ímynd íslands — bréf til forsætisráðherra". Frétt á vef Sagnfræðingafélags
íslands, 12. júní2008, [http://www.sagnfraedingafelag.net/2008/06/12/ll.34.26/].
51 „Sjálfsmynd íslands úrelt?“, mbl.is, 16. júní 2008, [http://www.mbl.is/mm/
frettir/innlent/2008/06/16/sjalfsmynd_islands_urelt/].
52 Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, „Menningararfur með strípur: Varðveisla eða
miðlun?“ Ritið 1/8 (2008), bls. 7-32, hér bls. 9. Sjá einnig Valdimar Tr. Haf-
stein, „Menningararfur: Sagan í neytendaumbúðum." í Hilma Gunnarsdóttir,
Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon (ritstj.), Frá endurskoðun til
upplausnar (Reykjavík, 2006), bls. 313-328, og Guðbrandur Benediktson og
Guðni Th. Jóhannesson (ritstj.), Hvað er sagnfrœðii Rannsóknir og miðlun
(Reykjavík, 2008).