Skírnir - 01.09.2008, Page 210
484 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON SKÍRNIR
mönnum. Árið 1964 var VLF á mann í Svíþjóð um 90% af því, sem hún
var í Bandaríkjunum, en er nú um 75%. Bandaríkin eru að vísu eins og
nafn þeirra veitir vísbendingu um bandalag fimmtíu ríkja. Ef til vill er
eðlilegra að bera þessi fimmtíu ríki saman við þau tuttugu og fimm, sem
mynda Evrópusambandið. Þá kemur í ljós, að í tveimur ríkjum vestan-
hafs, Delaware og Connecticut, eru svipaðar tekjur á mann og í Lúxem-
borg, sem er í sérflokki í Evrópu. VLF á mann er um 50% meiri að
meðaltali í hinum fimmtíu sambandsríkjum Vesturálfu en hinum tuttugu
og fimm sambandsríkjum Evrópu. Ef aðeins er miðað við þau fimmtán
ríki, sem hafa verið lengi í Evrópusambandinu, þá er munurinn minni og
þó verulegur (um 40%).
Hagfræðingar af ætt Adams Smiths eru ekki í vafa um, hvers vegna
Evrópubúar hafa dregist aftur úr Bandaríkjamönnum. Þótt Bandaríkin
séu síður en svo fullkomin, er atvinnufrelsi þar víðtækara en í Evrópu,
skattar lægri, eignarréttur skýrari, vinnumarkaður sveigjanlegri. En Þor-
valdur Gylfason hefur aðra skýringu. Bandaríkjamenn vinna meira en
Evrópubúar, af því að þeir neyðast til þess, enda miklu minni velferðar-
aðstoð í boði þar vestra en í Evrópu. En snýr Þorvaldur ekki orsakasam-
bandinu við? Bandaríkjamenn vinna meira en Evrópubúar, af því að þeir
geta það og vilja. Atvinnuleysi er miklu minna þar vestra og menn ekki
neyddir til að fara snemma á eftirlaun eins og í Evrópu. Æskilegast er
auðvitað, að menn velji sjálfir um, hversu mikið þeir vinna og hvenær þeir
hætta því. Við mikið atvinnuleysi eins og víða í Evrópu ráða þeir því ekki.
Atvinnuleysi er ein versta tegund félagslegrar útskúfunar. Og hvers vegna
eiga sextíu og fimm ára menn í fullu fjöri að hætta að vinna gegn vilja
sínum? Hvers vegna hefur þrjátíu stunda vinnuvika sums staðar verið
lögboðin, svo að menn fá ekki að bæta kjör sín með aukinni vinnu?
Bandaríkjamenn vinna enn fremur meira en Evrópubúar, af því að það
borgar sig frekar fyrir þá. Þeir horfa ekki á eftir mestöllum viðbótartekj-
unum í skatta eins og Evrópubúar. Þetta merkir, að kostir verkaskipt-
ingarinnar nýtast betur í Bandaríkjunum. í stað þess að dytta sjálfir að
húsum sínum ráða Bandaríkjamenn til þess málara, rafvirkja og pípulagn-
ingamenn og vinna sjálfir nokkru lengur á dag. Hér á ábending Þorvaldar
Gylfasonar um takmarkanir hagmælinga við: Evrópubúar vinna ef til vill
ekki miklu minna en Bandaríkjamenn, en þeir vinna utan hins hefðbundna
hagkerfis, því að það borgar sig ekki fyrir þá að auka við sig vinnu innan
þess og horfa á eftir viðbótartekjunum í skatta.
Hér ætla ég ekki að ræða hina undarlegu kenningu, sem Þorvaldur
Gylfason reifar í Skírnisgrein sinni, að meðalhæð fólks sé heppilegri