Skírnir - 01.09.2008, Blaðsíða 215
ÞORVALDUR GYLFASON
Ætlar linkindin aldrei að líða hjá?
Hrun bankakerfisins og fálmkennd og hikandi viðbrögð ríkisstjórnar-
innar við hrapinu hingað til afhjúpa hyldjúpa bresti í innviðum íslenzks
samfélags. Þessar dauðadjúpu sprungur — orðin eru sótt í vöggukvæðið
Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson — ættu að vera á allra
vitorði, enda hafa þær um langt árabil verið kembdar í þaula á opinberum
vettvangi. Tölurnar tala ómyrku máli: færri en þrír af hverjum tíu íslend-
ingum bera traust til Alþingis og til réttarkerfisins samkvæmt ítrekuðum
mælingum Gallups (Capacent) mörg ár aftur í tímann. Og það var áður
en bankarnir hrundu. Almenningur veit sínu viti. Venjulegt fólk ber skýrt
skynbragð á heiminn í kringum sig og hefur heilbrigða og óspillta rétt-
lætiskennd: það er skilgreining á venjulegu fólki. Rótgróin og að minni
hyggju réttmæt vantrú venjulegs fólks á stjórnmálastéttinni og jafnframt
á réttarkerfinu, sem stjórnmálastéttin hefur byggt eins og skuggsjá af sjálfri
sér, vitnar um dauðadjúpar sprungur, sem stjórnmálaöflin hafa þó aldrei
fengizt til að viðurkenna, hvað þá heldur til að fylla. Brestirnir teygja sig
marga áratugi aftur í tímann. Þetta er samfelld sorgarsaga, sem nú loksins
verður ekki lengur undan vikizt að skrá rétt. Nú, þegar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn er kominn til skjalanna sem ábekingur að síðbúinni neyðar-
efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og björgunarleiðangurinn hefur bless-
unarlega lagt úr höfn, og þótt fyrr hefði verið, þarf að gera upp sakirnar —
big time eins og kaninn segir. Nú er einskis að bíða. Hefjumst handa.
Byrjum í Danmörku: „Ekstrabladet í Kaupmannahöfn hefur að und-
anförnu haldið uppi hinum fáránlegasta fréttaflutningi frá Islandi, sem að
vonum hefur vakið hér mikla athygli og allverulega gremju. Fyrir nokkru
skýrði það frá því með stórum fyrirsögnum, að íslenzkt fjármála- og
atvinnulíf væri svo sjúkt og rotið, að ríkið rambaði á gjaldþrotsbarmi. [...]
Blað þetta, sem hefur stóran lesendahóp, þykir heldur óvandað í frétta-
flutningi, og hefur það alloft komið fyrir, að það hafi sagt furðusögur frá
íslandi, sem lítill eða enginn fótur var fyrir.“ Þessi frétt birtist í einu
Reykjavíkurblaðanna 16. júlí 1936, svo sem getið er um í Öldinni okkar.
Hvað var þá um að vera á íslandi? Leyfum bræðrunum Bjarna Benedikts-
syni, síðar forsætisráðherra, og Pétri Benediktssyni, síðar alþingismanni
Skírnir, 182. ár (haust 2008)