Skírnir - 01.09.2008, Side 229
SKÍRNIR
bókalíf: um nýleg íslensk æviskrif
503
rita. Margir urðu nokkuð hugsi yfir þessari flokkun (sem skrifast reyndar
á forlögin því þau tilnefna verk í ákveðnum flokkum), en getur verið að
þau hafi einmitt hitt naglann á höfuðið? Sjálfsævisagan liggur á milli skáld-
skapar og sagnfræði, á því er enginn vafi, og við teljum okkur vita hvar
skáldskapur annars vegar og sagnfræði hins vegar eiga heima í þessum
flokkum. Ævisagan liggur hins vegar mun nær sagnfræði en sjálfsævisag-
an — því að hún byggir á sagnfræðilegum vinnubrögðum, söfnun heim-
ilda, könnun á fortíðinni, smíði kenninga um fortíðina, o.s.frv.; sjálfs-
ævisagan er aftur á móti bók minnisins og aðrar kröfur gerðar til ná-
kvæmni og sambands við staðreyndir en í ævisögum. Svo að kannski var
einmitt flokkunin rétt: sjálfsævisögulegir textar sem leggja áherslu á einka-
legt minni, persónulega sýn, tjáningu á sjálfi gera ekki endilega tilkall til
sagnfræðilegs áreiðanleika. Ævisöguritarar eru hins vegar krafðir um slíkt
— ónákvæmni um staðreyndir er talin þeim til vansa.
Aftur sýna þessi verk fram á hvað svona flokkun er oft á hálum ís. í
verki sínu styðst Ingibjörg Haraldsdóttir við ritaðar heimildir, rétt eins
og sagnfræðingur myndi gera, og birtir fjölmarga kafla úr bréfum. Það
mætti kalla þetta sagnfræðileg vinnubrögð, en þar sem að bréfin eru skrif-
uð af henni sjálfri, þá vekur þetta einmitt athygli á bilinu milli hennar þá
og hennar nú. Að sama skapi mætti spyrja hvort bók Sigurðar liggi þá nær
skáldskapnum þar sem minnið er í aðalhlutverki, því hann leggur áherslu
á að minnið sé ekki óbrigðul heimild, heldur sé stöðugt endurskapað og
endurskapandi. Og hvað þá um verk eins og bókina um Bíbí? Ævisögur
sem unnar eru í náinni samvinnu við viðfangið standa stundum á mörk-
um sjálfsævisagna og ævisagna. Takmarkið getur beinlínis verið að koma
á framfæri sjálfsævisögulegri rödd viðmælandans. Höfundurinn ætlar sér
þá það hlutverk að vera eins konar miðill (í margföldum skilningi), við-
fangið talar í gegnum höfundinn. Auðvitað er þetta ekki svona einfalt, en
þegar vel tekst til þá verður til einhvers konar samhljómur tveggja radda.
Ekki má gera lítið úr hlutverki höfundarins í þessu ferli ■— hann mótar
frásögnina, klippir og sker, leggur til uppbyggingu, form — og auðvitað
er ekki hægt að aðskilja innihaldið frá frásögninni, eins og við eigum öll
að vita nútildags.
Sagan um Bíbí Ólafsdóttur er dæmi um ævisögu sem unnin er í náinni
samvinnu við manneskjuna sem fjallað er um og athyglisvert er að skoða
hvernig tvö form renna þar saman, sjálfsævisagan og ævisagan. Tvær
raddir tala í verkinu, höfundurinn og viðmælandinn, og samspil þessara
radda mótar mynd af þeim síðarnefnda í sameiningu. Vigdís vekur öðru
hvoru í textanum athygli á því að hér séu einmitt tvær ólíkar raddir að