Skírnir - 01.09.2008, Side 234
ÞORLEIFUR HAUKSSON
Athugasemdir við ritdóm
í formála sem fylgir Sverris sögu er sagt frá því að „upphaf bókarinnar“
sé ritað „eftir þeiri bók er fyrst ritaði Karl ábóti Jónsson, en yfir sat sjálfr
Sverrir konungr ok réð fyrir hvat rita skyldi“. Fram kemur að sú frásögn
hafi verið stutt, en þar sé sagt frá nokkrum orrustum Sverris. Þar á eftir er
minnst á styrk Sverris þegar á líði bókina og sagt að sá hluti hennar hafi
því verið kallaður ,Grýla‘. Um lengd og inntak ,Grýlu Karls ábóta' hafa
fræðimenn deilt allt frá því að sagan var prentuð í fyrsta sinn, og einnig um
hvort Karl eða einhver annar hafi ritað afganginn. Þessi deila hefur tröll-
riðið allri umræðu um söguna, og ég leyfði mér að vona að formáli minn
að útgáfu hennar í íslenskum fornritum, og útgáfan yfirleitt, mundi bæta
að einhverju leyti úr því. Nafnið á ritdómi Einars Más Jónssonar í síðasta
hefti Skírnis lofaði góðu: „Leitin að Grýlu“, en úrvinnslan veldur miklum
vonbrigðum.
Meginniðurstaða mín varðandi ,Grýlu‘, gagnstætt því sem aðrir höfðu
haldið fram, var sú að fyrrgreint „upphaf bókarinnar“, ritað beint eftir
fyrirsögn Sverris konungs sjálfs, væri alls ekki það sama og sá hluti bókar
sem kallaður er ,Grýla‘. Ég færi stílleg rök fyrir því að bein frásögn
Sverris í eyra Karls ábóta geti naumast hafa tekið yfir meira en fyrstu 22
kapítula sögunnar. Frásögnin er þar huglæg á köflum og sögð af sjónar-
hóli Sverris. Þar segir frá fæðingu hans, uppvexti hans í Færeyjum og
prestsvígslu, draumum hans, hvernig hann varð þess áskynja að hann væri
konungssonur, ferð hans til Noregs og „nökkurum hans orrustum“ þar.
Þessi niðurstaða er sett fram á bls. lx. Á sömu síðu leiði ég rök að því að
,Grýla‘ hafi verið mun lengri. Hún hafi verið sá hluti sögunnar sem Karl
ábóti ritaði í Noregsdvöl sinni 1185-88 eftir ýmsum heimildarmönnum,
þar á meðal Sverri konungi, og náð allt til 100. kafla, þ.e. fram yfir bardag-
ann við Fimreiti og fall Magnúsar konungs 1184. í neðanmálsgrein vísa ég
í frekari umfjöllun í grein minni ,Grýla Karls ábóta' í Griplu XVII, 2006.
Efnið er aftur áréttað í grein í tímaritinu Medieval Scandinavia sem vænt-
anlega mun liggja fyrir samtímis þessu hefti Skírnis.
Einar Már virðist ekki hafa gefið þessu gaum. Hiklaust gerir hann að
einu fyrsta hlutann, saminn eftir fyrirsögn Sverris konungs sjálfs, og
Skírnir, 182. ár (haust 2008)