Skírnir - 01.09.2008, Side 253
SKÍRNIR HLYNUR HALLSSON OG ÞÁTTTÖKULIST 527
aftur á móti ekki aðalatriðið, heldur miklu fremur það að allir geti
verið með, að allir fái að taka jafn mikinn þátt í leiknum án þess að
finna fyrir því að gert sé upp á milli þátttakenda.
Sýningarstarfsemi Hlyns fellur kannski ekki undir listsköpun
beinlínis, en það má líta á hana sem eðlilegt framhald af hugmynd-
inni um þátttökulist. Á svipaðan hátt og skil milli ólíkra miðla og
listgreina voru smám saman máð út í framúrstefnulistinni hefur
mátt greina skörun milli ólíkrar starfsemi listsköpunar, sýningar-
stjórnar, útgáfustarfsemi og kennslu. „Kunstraum wohnraum" er
röð sýninga sem Hlynur hefur skipulagt til margra ára á heimili
sínu í Þýskalandi og á íslandi í samstarfi við listamenn, bæði ís-
lenska og erlenda. GUK+ er röð samsýninga á árunum 1999-2006
sem Hlynur tók þátt í, en þar var listamönnum boðið að sýna á
fjórum stöðum samtímis á íslandi, í Danmörku og Þýskalandi.
Loks hefur Hlynur tekið þátt í því ásamt hópi listamanna að setja
á laggirnar sýningarsal og menningarsetur á Hjalteyri við Eyja-
fjörð, sem gengur undir nafninu Verksmiðjan.
Eins og ég minntist á má finna ýmis dæmi um það sem ég kalla
þátttökulist í verkum íslenskra listamanna á undanförnum árum.
Nú síðast má benda á sýningu listateymisins Libiu Castro og
Ólafs Ólafssonar, „Allir gera það sem þeir geta“, í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur. Libia og Ólafur áttu viðtöl við Islendinga
með ólíkan bakgrunn og þjóðfélagsstöðu sem sýnd voru samtímis
á mörgum skjám, og notuðu sýningarsalinn sem nokkurs konar
upptökustúdíó meðan á sýningartímanum stóð. Viðtöl og sam-
ræður við fólk af þessu tagi hafa ekki verið óalgeng meðal lista-
manna og sjálfur var Hlynur með uppákomu á samsýningu í Ósló
árið 1995 þar sem hann tók upp samræður við norska sýningar-
gesti og ræddi við þá á íslensku, en Norðmennirnir svöruðu á
norsku. Hlynur og Norðmennirnir skildu varla orð af því sem
hinn var að segja, en samt sem áður tókst að halda uppi samræðum
af einhverju tagi. Annað athyglisvert dæmi er viðburður sem Ósk
Vilhjálmsdóttir stóð fyrir í Gallerí Hlemmi árið 2003, „Eitthvað
annað“, þar sem hún setti upp fundarherbergi með hringborði,
töflum og kaffivél og stóð fyrir umræðum og skoðanaskiptum um
umhverfismál. Þorvaldur Þorsteinsson hefur verið með nokkrar