Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 10
einingu. Í töflu 3 sést að deildarstjórar eða næsti yfirmaður og hjúkrunarfræðingarnir sjálfir hafa mestu ábyrgðina, að þeirra mati. Stór hluti svarenda metur það á ábyrgð sinnar starfs- stéttar að framfylgja þeim reglum sem settar eru um covid þar sem þeir bera í flestum tilfellum ábyrgð á starfsfólki sem er í nærumhverfi sjúklinga. Tafla 3. hverjir tóku ábyrgð varðandi covid-tengd mál á þinni starfseiningu? Deildarstjóri / næsti yfirmaður 38% hjúkrunarfræðingar 37% Yfirstjórn 21% Læknar 4% Bein áhrif faraldurs á starf og truflun á einkalífi Til að tryggja öryggi hjúkrunarfræðinga, annarra starfsmanna og sjúklinga á tímum covid-19 settu vinnustaðir fram viðmið varðandi sóttkví starfsfólks. Áhersla var lögð á að hafa við miðin skýr og markmiðið var að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar manna á milli. að mati 68% hjúkrunarfræðinga voru viðmiðin fremur eða mjög skýr, 19% töldu þau í meðallagi skýr og 13% fremur eða mjög óskýr. Eir því sem hjúkrunarfræðingarnir voru eldri og með lengri starfsaldur mátu þeir viðmiðin skýrari en að sama skapi voru það yngstu hjúkrunarfræðingarnir með stysta starfsaldurinn sem töldu þau óskýr. Eðli málsins samkvæmt urðu breytingar á vinnufyrirkomu- lagi hjá meirihluta hjúkrunarfræðinga í faraldrinum, en þó sögðu 38% hann ekki hafa ha nein áhrif á sínu vinnu. Eins og fram kemur í töflu 4 sögðust 27% hjúkrunarfræðinga hafa breytt vöktum vegna faraldursins, 26% þeirra unnu lengri vinnudaga og 10% fóru í önnur störf að eigin frumkvæði. Tafla 4. Breytingar á starfi í covid-faraldri hafði engin áhrif á mína vinnu 38% Vöktunum breytt með mínu samþykki 27% Ég vann lengri vinnudag sjálfviljug(ur) 26% Ég fór að eigin frumkvæði í annað starf/önnur verkefni 10% Þetta telja greinahöfundar dæmi um aðlögunarhæfni og sveigj- an leika innan stéttarinnar, að vera til staðar þar sem þeirra er þörf, þ.e. hjá skjólstæðingunum. annað einkenni stéttarinnar er starfsvilji og samstarf við yfirmenn til að tryggja þjónustu, en 14% hjúkrunarfræðinganna sögðust hafa verið beðnir um að vinna þegar þeir voru í fríi, og 13% þeirra buðust til þess að fyrra bragði. hér endurspeglast að vissu leyti þeir jákvæðu þættir við starfið sem hjúkrunarfræðingar nefndu í könnuninni, en þeir eru m.a. ölbreytileiki starfsins, gera gagn og láta gott af sér leiða. Eru þessir þættir þeir sömu og komu fram í könnuninni 2017. Eins og áður segir hafði faraldurinn þau áhrif að meirihluti hjúkrunarfræðinga gerði breytingar á störfum sínum. Þegar spurt var í hvaða verkefni þeir hefðu farið, kom í ljós að flestir fóru í sýnatöku og símaráðgjöf (tafla 5) en það var jafnframt algengasta breytingin á störfum hjúkrunarfræðinga hjá heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðistofnunum á lands- byggðinni. aur á móti var algengast að hjúkrunarfræðingar á Landspítala og Sjúkrahúsinu á akureyri færðust í störf á legu- deildir (covid) og gjörgæsludeildir. Tafla 5. Í hvaða verkefni fórstu? Sýnatöku 27% Símaráðgjöf 26% Legudeild (covid-deild) 17% heilsugæslu 14% Stjórnunarverkefni 14% hjúkrunarheimili 11% gjörgæsludeild 11% Covid-19-göngudeild 9% Vinnuumhverfi atvinnulífsins gjörbreyttist á covid-tímum, arvinna varð mjög algeng en aðeins 18% svarenda gátu nýtt sér hana. Eðli málsins samkvæmt er arvinna ekki algengur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga á covid-19-tímum því rúmlega 68% gátu ekki nýtt sér þann möguleika í starfi, ólíkt mörgum öðrum stéttum. Á þetta við um hjúkrunarfræðinga í vakta- vinnu eða 90% þeirra sem ekki gátu unnið í arvinnu. Þegar skoðaður var aldur og starfsreynsla kom í ljós að það voru helst hjúkrunarfræðingar 30 ára og yngri (87%) og höfðu unnið fimm ár eða skemur (83%) sem síst höfðu möguleika á því að vinna í arvinnu. Þessu til viðbótar var aukið álag á hjúkrunar- fræðinga með börn þar sem þeir þuru að mæta til vinnu á meðan börn voru ekki í skóla, ólíkt sumum stéttum sem höfðu tækifæri á að vinna heima. Stuðningur í starfi og mat á verðleikum Spurt var um hvort covid-19 hefði áhrif á það hvort hjúkrunar- fræðingar héldu áfram að starfa sem slíkir og töldu 75 % þeirra það ekki breyta neinu. 10% þeirra sögðu áhugann vera heldur eða miklu meiri en 15% höfðu heldur eða miklu minni áhuga á að starfa áfram. greinarhöfundar útiloka ekki að áhrif sam- félagsmiðla hafi einhver áhrif á hjúkrunarfræðinga. hafa verð - ur í huga að stéttin hlaut verulega samfélagslega athygli og viðurkenningu meðal almennings vegna frammistöðu sinn ar í baráttunni við faraldurinn. Tæplega helmingur hjúkrunarfræðinga eða 49% segjast aldrei eða sjaldan hafa íhugað að hætta störfum og stór hluti hjúkrunarfræðinga eða 71% telur ekki líklegt að þeir skipti um starfsvettvang. Það er að mati greinarhöfunda mjög jákvætt og sérstaklega þar sem ekki er marktækur munur á þessari könn - un og þeirri frá 2017. Þrátt fyrir erfitt og flókið starfsumhverfi með stöðugt nýjum úrlausnarefnum í faraldrinum, virtist það ekki ýta undir flótta úr stéttinni. Íhugað að hætta að starfa sem hjúkrunarfræðingur 25% 24% 27% 13% 11% Aldrei Sjaldan Stundum Nokkuð oft Mjög oft guðbjörg pálsdóttir, halla eiríksdóttir og edda dröfn daníelsdóttir 10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.