Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 13
hlutfall jákvæðrar afstöðu en sambærileg rannsókn sýnir sem gerð var meðal norskra hjúkrunarfræðinga í lok nóvember 2020. Þar ætluðu 52% hjúkrunarfræðinga að þiggja bólusetn- ingu en 37% voru ekki viss og 10% ætluðu ekki að þiggja hana. Ef til vill hefur framvinda á þróun bóluefnis áhrif þarna en kannanirnar eru framkvæmdar með 1–2 mánaða millibili. Opnar spurningar Í könnuninni gafst hjúkrunarfræðingum kostur á að tjá sig með eigin orðum og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikil svörun var í þeim hluta. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að fá slík lýsandi svör um starfið og geta þau nýst í áframhaldandi vinnu. hjúkrunarfræðingar voru spurðir hvað þeim þætti annars vegar jákvætt og hins vegar neikvætt við starfið og var það einnig gert í fyrri könnuninni frá 2017. Í töflu 10 eru settir fram þeir sex þættir í hvorum flokki fyrir sig sem komu oast fram. upptalningin er ekki eir mikilvægi. jákvæðir þættir eru feitletraðir en neikvæðir eru með grönnu letri. Tafla 10. jákvæðir og neikvæðir þættir varðandi það að starfa sem hjúkrunarfræðingur Fjölbreytileikinn Erfið samskipti Gefandi starf Mannekla Starfa með fólki Vinnuálag Láta gott af sér leiða neikvæð viðhorf Mannleg samskipti Laun Gera gagn Starfsumhverfi Samantekt hér hafa verið kynntar helstu niðurstöður könnunarinnar sem veita okkur mikilvæga innsýn í starfsumhverfi og líðan hjúkr- unarfræðinga á þessum fordæmalausu tímum árið 2020. Það er öllum ljóst að hjúkrunarfræðingar gegndu lykilhlutverkum í baráttunni við faraldurinn og skipuðu mikilvægan sess í ann- ars góðu samstarfi fagstétta. Það sköpuðust ný tækifæri og lær- dómur sem hjúkrunarfræðingar munu nýta sér til framtíðar í þróun starfsgreinarinnar. Með þessari könnun er verið að halda til haga reynslu hjúkrunarfræðinga og verða niðurstöð - urnar nýttar til úrbóta og í hagsmunagæslu stéttarinnar. hjúkrunarfræðingar á tímum covid-19 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 13 Takk, hjúkrunarfræðingar HRAFNISTA

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.