Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 20
gesti með forsetanum og forsetafrúnni. „fyrir vikið var þetta enn persónulegra, held ég, og fékk sonur minn að koma með mér en hann er árinu yngri en frú ragnheiður en frúin verður einmitt 12 ára núna í október. Sonur minn hélt lengi vel á sínum yngri árum að við tvö ættum sjúkrabílinn,“ segir helga. Eftir samveruna með forsetahjónunum á Bessastöðum áttaði helga sig í raun á því hversu mikilvægt það hafði verið að þora að taka þetta brautryðjendaskref. „Ég hef oft hugsað um seigl- una sem einkenndi fyrstu árin, að standa þarna vaktina ár eftir ár, og þar með dvelja í fullvissunni um að skaðaminnkun í formi nálaskiptiþjónustu á vettvangi í samfélaginu muni skila færri smitum og betri lífsgæðum fyrir fólk. Það tekur tíma að ná til hópsins með þjónustu og það má ekki gefast upp þó eng- inn komi í margar vikur. Í raun finnst mér því riddarakrossinn vera þakkir að einhverju leyti fyrir að gefast ekki upp. Mér finnst málsvarastarf sem þetta eitt það mikilvægasta sem hjúkrunarfræðingar sinna í sínu starfi.“ helga segir viðurkenn- inguna einnig endurspegla traustið á gagnreynda þekkingu hjúkrunarfræðinga — að trúa á mikilvægt framlag hjúkrunar- fræðinga. „Þetta er í raun viðurkenning á mannréttindum — að allir hafi jafnan rétt á heilsu og þjónustu,“ segir hún. Skaðaminnkun byggist á grunn- gildum lýðheilsu helga kynntist því í Seattle í Bandaríkjunum hversu gefandi það er að vinna sjálfboðaliðastarf en þar í borg lauk hún meist- ara- og doktorsnámi í geðhjúkrun frá Washingtonháskóla. Þar kynntist hún fyrst hugmyndinni um skaðaminnkun sem bygg- ist á grunngildum lýðheilsu, að fólk geti búið við bestu mögu- legu heilsu miðað við aðstæður, og hlaut hún þjálfun í sjálf- boðaliðaverkefni sem byggðist á skaðaminnkun. Sú reynsla átti eftir að koma að góðum notum þegar hún vann brautryðjenda - starf við að koma á fót skaðaminnkun í samstarfi við rauða krossinn í reykjavík árið 2009. Til þess þurfti bíl, sprautu - búnað og að þjálfa sjálfboðaliða. rauði krossinn átti hjólhýsi og stóran jeppa, auk þess að leggja til 20% stöðu verkefnastjóra í þetta verkefni. Þegar auglýst var eftir sjálfboðaliðum var þátt- takan svo góð að hægt var að fara af stað með tvær vaktir á viku. Árið 2012 var keyptur notaður sjúkrabíll en kaupin á sjúkrabílnum gerðu gæfumuninn fyrir þjónustu frú ragn- heiðar að því leyti að hægt var að koma þjónustunni nær fólk- inu. gamla hjólhýsið komst ekki að gistiskýlinu sem þá var staðsett í Þingholtum en þar voru margir í gistingu sem frú ragnheiður sinnti. „Það varð gríðarleg aukning á notkun þjón- ustunnar með tilkomu sjúkrabílsins en við þurfum alltaf að hugsa um hvernig við getum aukið aðgang að okkur,“ segir helga. „Það þarf ekki að breyta heiminum. Það þarf bara að þora og treysta eigin þekkingu. Það sem hægt er að gera á vettvangi er nóg. Það er fegurðin í hjúkruninni og skaða minnkun.“ helga ólafs og aðalbjörg finnbogadóttir 20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyris- aðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir 5. maí. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt. Vakin er athygli á að tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 14. apríl. Hið sama gildir um Fundurinn verður nánar auglýstur síðar á vefsvæði félagsins, www.hjukrun.is Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 á Grand Hótel Reykjavík Aðalfundur Fíh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.