Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 24
Mikilvægt að gefa heimilislausum pláss og áheyrn Markhópur Frú Ragnheiðar er fyrst og fremst heimilislaust fólk. Hvaða áhrif hafði covid-19 á þennan hóp? „Covid-19 hafði áhrif sem við eigum enn eftir að greina, en þetta var gífurlega þungt ár. Ég tel ástæðuna á bak við það vera að jaðarsettur hópur stendur frammi fyrir skertu aðgengi og hindrunum innan heilbrigðiskerfisins á venjulegum degi. Með heimsfaraldrinum skertist aðgengi að öðrum hlutum líka og vandinn varð stærri. aðgengi að hreinlæti skertist, aðgengi að salernisaðstöðu, grímuskyldan hafði mikil félagsleg áhrif. Svo eru það þeir sem fengu bakslag og byrjuðu kannski að nota aftur vímuefni eftir að hafa verið án þeirra í mörg ár. Það er margt sem við eigum enn þá eftir að skilja en verðum að gefa okkur rými til að skilja. Og gefa þessum viðhorfum, sem urðu á einhvern hátt eftir í samfélagslegri umræðu, pláss og áheyrn,“ segir Elísabet þungt hugsi yfir ástandinu. Þú brennur greinilega fyrir starfi þínu og hefur náð ótrúlega góðum árangri í skipu- lagningu starfsins og ert greinilega mikil baráttukona jaðarsettra hópa.hún hlær. „Ég hreinlega veit ekki af hverju ég er í þessu hlutverki. Ég hef oft velt því fyrir mér. En niðurstaðan er yfirleitt einhver sem nær til grunngilda minna sem einstaklings í stóru samfélagi. Ég er ég, en ég tilheyri líka stærra samhengi. Ég er hjúkrunarfræð- ingur og við tölum fyrir reisn einstaklinga, sjálfstæði þeirra og rétti þeirra til ákvarð - anatöku innan heilbrigðiskerfisins. Ég fór að vinna fyrir einstaklinga sem ná oft ekki einu sinni inn í heilbrigðiskerfið, og hver er þá ákvörðunarréttur þeirra? Ég sé sóknar - færi í því að nýta mína sérþekkingu sem hjúkrunarfræðingur, nýta mína sam- félagsstöðu sem einstaklingur sem hefur notið forréttinda, og tala með þeim sem fá oft ekki áheyrn. Ég hef upplifað þessa skilgreiningu á tilvist hjá mörgum af minni kynslóð, og sterkasta skynjum mín af þessu var þegar ég tók þátt í að stofna til lofts- lagsverkfalla ungmenna á Íslandi. Við erum að berjast fyrir bjartari framtíð því það er framtíðin sem við viljum. Staðan í dag er aukinn ójöfnuður, en það er hægt að magnús hlynur hreiðarsson 24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir með viðurkenninguna og blómvönd þegar hún var valin „Framúrskarandi ungur Íslendingur“ árið 2020.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.