Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 25
hafa hugrekkið til að bregðast við. Og ég tel það vera sjálfsagt mál að nýta mína sérþekkingu til þess að bregðast við. En ég er líka að starfa við það og mér finnst það sjálfsagt,“ segir Elísa - bet og glottir út í annað. Varð djúpt snortin út af viður- kenningunni Þú varst valin árið 2020, sem Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2020 af JCI-hreyfingunni á Íslandi fyrir framlag þitt á sviði mannúðar- og sjálfboðaliðamála. Er það ekki svolítið fullorðins, og hvernig varð þér við þegar þú fékkst tilkynninguna um valið? „Mér finnst þetta mjög flókið. Ég átti mjög erfitt með þetta og sagði engum frá fyrr en fréttin birtist opinberlega. Ég var á báðum áttum með viðurkenninguna þegar ég fékk hana, bæði var ég mjög djúpt snortin yfir því að einhver væri tilbúinn að veita mér viðurkenningu fyrir öll mín störf í gegnum mínu stuttu lífstíð og varð meyr. En ég varð líka hugsi því ég veit að ég hlaut viðurkenninguna líka að hluta til út af mínum forrétt- indum. Og þar flæktust málin. Ég tek þessu ekki sem sjálf- sögðum hlut, en ég átti erfitt með þetta því ég vinn náið með hetjum sem hafa gleymst og fá oft ekki viðurkenningar, hvað þá grundvallarþjónustu, og mannréttindi þeirra oft ekki virt. En móðir mín sagði við mig að ég gæti líka litið á þetta á þann veg að það væri verið að veita okkur öllum viðurkenningu — málstaðnum og þessari sterku skírskotun til hjúkrunar. að þetta sé eitthvað sem sé viðurkennt. Og það gaf mér styrk áfram eftir erfitt ár.“ Brennur fyrir mannréttindum og málsvarahlutverki hjúkrunarfræðinga Ertu ekki að rifna yfir stolti yfir þínum árangri og hvað þú ert að gera frábæra hluti með þínu góða samstarfsfólki? „jú, ég vakna þakklát á hverjum degi fyrir sjálfboðaliðana sem stuðla að því að ekki ein vakt falli niður í miðjum heimsfaraldri og fyrir að notendur þjónustunnar treysta okkur fyrir málsvara- starfi, treysta okkur fyrir sögum sínum og treysta okkur fyrir því að hitta sig til að stuðla að heilsu þeirra. Ég brenn fyrir mannréttindum, málsvarahlutverki hjúkrunarfræðinga og stefnumótun út frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinga og hef einnig dálæti á að kenna hjúkrunarnemum sem brenna alltaf af áhuga, hef verið aðstoðarkennari og stundakennari við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands síðan ég var nemandi og síðar sem útskrifaður hjúkrunarfræðingur.“ Hvað gerir þú til að tæma hugann að loknum vinnudegi? „Síðustu ár hafa einkennst mikið af vinnunni minni og ég er gífurlega þakklát fyrir öll tækifærin þar. En ég hef þurft að koma mér upp góðum ráðum til þess að komast í gegnum öll þessi tímabil og að starfa í óútreiknanlegu umhverfi á hverjum degi. Ég á gífurlega góða og sterka fjölskyldu og vini sem styðja við bakið á mér, ég reyni að læra eitthvað nýtt í hverjum mánuði og hef nýlega byrjað að prjóna. Mig langar að skrá mig í smíðanámskeið bráðlega. Ég veit að samkenndarþreyta er eitthvað sem getur orðið til hjá heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem starfa mikið með öðrum og fyrir aðra, og ég reyni mitt besta til að passa upp á mig og temja mér jákvæð hollráð. hug- leiðsla, slökun, útivist og kærleiksríkur félagsskapur er eitthvað sem ég reyni að umvefja mig. kærleiksrík leiðtogahæfni er líka eitthvað sem ég reyni að tileinka mér í starfi, að taka ákvarðanir og stýra verkefnum af umhyggju og vera óhrædd við það. Það er sama hvað kemur á borð til mín, ég reyni að standa með mínum gildum og stund - um er það erfitt en það borgar sig alltaf fyrir mig sem mann- eskju,“ segir Elísabet kát í bragði og ánægð og stolt með stöðu sína í dag. Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson berst fyrir málefnum heimilislausra og er ötul baráttukona jaðarsettra hópa tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 25 Ásta Thoroddsen, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, hefur verið valin formaður nýrrar ritstjórnar sem nýlega var sett á laggirnar fyrir flokkunarkerfið ICNP (Interna- tional Classification of Nursing Practice) af hálfu ICN, Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga. Hlutverk ritstjórnarinnar er að vera tengiliður við stjórn ICN og SNOMED Interna- tional, vinna að framgangi og innleiðingu á ICNP á al - þjóða vísu. „Það er mikill heiður fyrir mig og hjúkrunar- fræðinga á Íslandi að vera valin í þetta embætti. Með þessu skapast tækifæri fyrir okkur að hafa enn meiri áhrif á hvernig hjúkrun er kynnt í gegnum hjúkrunarnæm hug - tök og hvaða hugtök í hjúkrun við vijum sjá í ICNP.“ Ásta Thoroddsen formaður ritstjórnar um ICNP hjá ICN „Ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut, en ég átti erfitt með þetta því ég vinn náið með hetjum sem hafa gleymst og fá oft ekki viður- kenningar, hvað þá grundvallarþjónustu, og mannréttindi þeirra oft ekki virt. En móðir mín sagði við mig að ég gæti líka litið á þetta á þann veg að það væri verið að veita okkur öllum viðurkenningu — málstaðnum og þessari sterku skírskotun til hjúkrunar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.