Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 32
Holly frá Bandaríkjunum Þegar ég hugsa til baka þá var það í fjöldamörg skipti sem ég lagði ekki í að segja að ég skildi ekki íslensku. Það tók mig marga mánuði að öðlast það öryggi að geta sagt með öryggi: „Ég skil ekki,“ án þess að röddin titraði eða ég roðnaði upp í hársrætur. Þetta er einhver viðkvæmni sem ég á erfitt með að koma í orð — brothætt samband sem ég á við Ísland sem ég þarf að meðhöndla með mikilli varúð — þetta hárfína jafnvægi sem ég berst við að halda. Ég vil vera fullgildur meðlimur í mikilsmetinni hjúkrunarstétt og ég vil ekki vera byrði á samstarfsfóki mínu eða ógna á einhvern hátt öryggi sjúklinga minna. Tungumálið eitt er heilmikil hindrun fyrir okkur sem komum hingað. Þar fyrir utan er fólkið okkar ekki með okkur, fjölskylda og vinir, en það að vera fjarri kunnug- leikanum veldur innri baráttu. Þrátt fyrir að ég sé óendanlega þakklát fyrir að fá tæki- færi til að búa hér og starfa þá finnst mér oft að ég sé ein. að eiga samskipti í gegnum samfélagsmiðla og í síma við ástvini sína er háð takmörkunum. Það er ekki eins og að vera með fólkinu sínu. kórónufaraldurinn hefur síðan því miður haft margvísleg félagsleg áhrif. Sem út- lendingur í fjarlægu landi hef ég ekki þann stuðning sem ég bjó við áður og hef þurft að feta mig í gegnum það, t.a.m. hvernig ég ætti að panta mat og koma mér til vinnu. Þrátt fyrir að það sé ákveðin eftirvænting í að búa til nýjar hefðir og vana og uppgötva nýja staði (besta mjólkurkaffið er í Sandholtsbakaríi) þá sakna ég oft kunnugleikans heiman frá. Þá fer mikið af andlegri orku í að viðhalda sambandi við fjölskyldu og vini og að ganga úr skugga um að allt sé í lagi heima og allir heilbrigðir. Það koma tímar þar sem mig langar aftur heim. Ég hef grátið eftir vinnudag og ég hef fundið vanmátt minn að geta ekki tengst sjúklingum mínum eins og ég hefði viljað vegna tungumálaörðugleika. Mér finnst ég alltaf standa einu skrefi fyrir aftan samstarfsfélaga mína þegar þeir ganga áhyggjulausir til og frá vöktum. Það að þreifa sig áfram í þoku framandi tungumáls (þrátt fyrir að ég geri mitt besta til að læra það) veldur því að manni miðar hægar en óskandi hefði verið í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir hendur. En það mun koma að því að ég þurfi ekki lengur að biðja fólk um að tala hægar eða endurtaka það sem það sagði. Og sömuleiðis kemur að því að ég þurfi ekki að hefja símtal á því að biðja viðkomandi að tala hægt og á eins einföldu máli og unnt er. Ég veit að sá dagur mun koma, en þangað til ætla ég að halda áfram að bæta við þekkingu mína í starfsþróunarverkefninu á Landspítala. Ég mun halda áfram að biðja um aðstoð frá samstarfsfólkinu mínu og reyna að gleyma ekki að ég er ekki ein. 32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Tungumálið er veigamesta atriðið Hugleiðingar hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna Það krefst hugrekkis að fara úr sínu kunnuglega umhverfi og því öryggi sem því fylgir og flytja til nýs lands, læra nýtt tungumál og kynnast nýju fólki og nýrri menningu fjarri fjölskyldu og vinum. Það eru margar hindranir sem hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna þurfa að yfir - stíga þegar þeir flytja hingað búferlum. Flestir finna fyrir óöryggi og kvíða þegar byrjað er í nýju starfi. Umhverfið er nýtt og andlitin ókunnug. Og það er nýtt og framandi tungumál. Nokkrir hjúkrunarfræðingar af ólíkum uppruna deila með okkur reynslu sinni og hvaða erfiðleikum þeir stóðu frammi fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.