Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 38
Þegar sex ára dóttir mín var flutt með sjúkrabíl á great Ormond Street-barnaspítal- ann í London með sprunginn botnlanga áttum við fjölskyldan ekki von á öðru en að við yrðum komin aftur heim eftir nokkra daga. raunin varð önnur. Í kjölfar fylgi- kvilla og sýkinga eftir skurðaðgerð ílentumst við á spítalanum. Í hátt á þriðju viku dvöldum við innilokuð í ókunnugri spítalaveröld í móki óvissu og ótta. En þrátt fyrir það sá ég tilveruna skýrar en nokkru sinni fyrr. Tilgangur lífsins var ekki vistaður í tölvunni; tékklistar voru ekki hreyfiafl jarðar; eftirsókn eftir vindi gerði ekki annað en að rugla hárgreiðslunni. En röntgensjónin risti dýpra en undir yfirborð eigin nafla. Þar sem ég sat við rúmstokk dóttur minnar fylgdist ég vanmáttug með hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki spítalans bregða sér í líki bjargvætta, skemmtikrafta, sálusorgara og allsherjarreddara. Lamandi upp- götvun sló mig: Við sem samfélag erum á algjörum villigötum. Þegar við mæðgur gengum loks út af spítalanum sólríkan vetrardag í London taldi ég mig eina um opinberunina. En örlögin höguðu því svo að brátt yrði lexían allri heimsbyggðinni ljós. Eindálkur á innsíðum dagblaða haft er eftir Oscari Wilde að sú sé kaldlynd manneskja sem veit verðið á öllu en virði einskis. Samfélag okkar er orðið þessi kaldlynda manneskja. æ oftar trompar verð virði. Óttinn við slíkt kaldlyndi breiðist hratt út. Í metsölubók lögfræðingsins Michaels Sandel, What Money Can’t Buy: The Moral Limits of Markets, færir höfundur rök fyrir því að við búum ekki lengur við markaðs - hagkerfi heldur lifum við í markaðssamfélagi. Stjörnuhagfræðingurinn Mari ana Mazzu - cato segir hagkerfi heimsins í kreppu. Ástæðan: Við erum hætt að ræða um það sem eitt sinn var þungamiðja hagfræð innar, virði — hvað er virði og hvað er það sem er okkur einhvers virði? Meira að segja fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka, seðla- banka Bretlands, er sammála. Í desember síðasliðnum hlaut Mark Carney þann heiður að flytja reith-fyrirlestrana, árlega fyrirlestraröð breska ríkisútvarpsins, þar sem fremstu hugsuðum samtímans er boðið að tala. Í fjórum fyrirlestrum rökstuddi Carney að samfélag okkar hefði villst af leið; við værum farin að leggja of mikla áherslu á fjárhagslegt virði vöru og þjónustu og of litla áherslu á siðferðilegt og sam- félagslegt virði. fyrir ári, þegar ég sat við sjúkrabeð dóttur minnar, las ég frétt um nýja veiru sem hefði fundist í kína. Við upphaf 2020 var kórónuveiran aðeins eindálkur á innsíðum 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Verð er ekki það sama og virði Sif Sigmarsdóttir Janúar 2020. Ég sit inni í sjúkrabíl sem ekur með blikkandi ljós og vælandi sírenur eftir götum Lundúna. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem inn í slíkan bíl. Vera mín í bílnum vekur með mér furðu. Einhvern veginn hafði ég staðið í þeirri trú að sjúkrabílar væru fyrir annað fólk. Klukku- stund fyrr hafði ég setið við tölvuna í vinnunni með tíu metra langan tossalista eins og snöru um hálsinn við afgreiðslu verkefna sem ég áleit kraftinn sem tryggði að jörðin snerist um möndul sinn, heltekin af tölvupóst-innhólfinu þar sem sendingar flugu fram og til baka af jafnmiklum ofsa og boltar í úrslitaleik á Wimbledon. En krísur gera okkur gjarnan kleift að sjá hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Sif Sigmarsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.