Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 44
heilun. Mary jo kreitzer er frumkvöðull á sviði meðferðar- úrræða sem byggjast á tengslum líkama og hugar. Stofnun hennar er með 25 ára reynslu í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu og hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að efla heilsu og vellíðan einstaklinga, samtaka og samfélaga á staðn um, á landsvísu og á alþjóðavettvangi (Earls’s E. Bakken Center for Spitituality and healing, e.d.). frá árinu 2006 hefur Benson- henry institute samþætt meðferðarform sem byggjast á tengsl - um hugar og líkama við almenna heilbrigðisþjónustu á Massa- chusetts general hospital, rannsóknir og þjálfun heilbrigðis- starfsfólks. Slökunarviðbrögðin (The relaxation response) og rannsóknir Bensons læknis eru grunnurinn að ýmsum meðferðar- úrræðum sem byggjast á tengslum hugar og líkama í Benson henry institute. Þessi úrræði byggjast á frumkvöðlastarfi Ben- sons og rannsóknum hans á áhrifum streitu á blóðþrýsting í kringum 1960. Benson fann út að hugleiðsla dregur úr efna- skiptum, hægir á öndun, hjartslætti og virkni heilans og þess - ar breytingar kallaði hann slökunarviðbrögðin sem eru and - stæða streitu við bragðanna (fight and flight response). að virkja slökunar viðbrögðin dregur ekki einungis úr streitu og kvíða heldur hefur það einnig áhrif á lífeðlisfræðilega þætti eins og blóð þrýsting, hjartslátt og súrefnisupptöku (Benson- henry institute, e.d.). Benson-henry institute lítur svo á að úrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama séu mikilvægur hluti af heil- brigðiskerfinu sem leggur í auknum mæli áherslu á mikilvægi forvarna með því að einstaklingar hugsi um heilsuna og velji heilbrigðan lífstíl. Sjúklingar læra meðferðarúrræði sem byggj - ast á tengslum hugar og líkama til að bæta eigin heilsu, t.d. nú- vitund, jóga, hugleiðslu, betri næringu og æfingar (Benson- henry institute, e.d.). Slökunarmeðferð dregur úr notkun heilbrigðisþjónustu Árlega eru þúsundir sjúklinga meðhöndlaðir á Benson-henry institute þar sem beitt er ýmiss konar meðferð sem byggist á gagnreyndri þekkingu til að styrkja náttúrulegan heilunar- mátt líkama og hugar. Benson henry institute hefur m.a. skipu lagt streitu- og seigluþjálfunarnámskeið (stress manage- ment and resililency training — SMarT) og eru slökunar við - brögðin undirstaða þess og eru þar kenndar aðferðir sem byggj - ast á tengslum hugar og líkama og virkja slökunarviðbrögðin (Benson-henry institute, e.d.). rannsóknir hafa sýnt að slök- unarmeðferð dregur úr notkun heilbrigðisþjónustu um allt að 43% (Stahl o.fl., 2015). Meðferðarúrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama eru að verða óaðskiljanlegur hluti af helbrigðiskerfinu víða um heim, m.a. með tilkomu stofnana eins og Benson-henry insti- tute og Earls E. Bakken Center for Spirituality and healing við háskólann í Minnesota. Slík úrræði leggja áherslu á sjálfs - umönnun hvers manns og hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að efla heilbrigða lífshætti, efla og viðhalda heilsu og bæta lífsgæði sjúklinga jafnt sem heilbrigðra einstaklinga. hjúkrunarfræðingar ættu að setja forvarnarþjónustu á odd - inn og veita heilsueflandi þjónustu alls staðar í heilbrigðiskerf- inu. úrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama veita hjúkr unarfræðingum og sjúklingum fjölmarga möguleika til að efla og bæta heilsu og vellíðan. Heimildir Benson-henry institute (e.d.). for Mind Body Medicine at Massachusetts general hospital. https://bensonhenryinstitute.org/ Björg helgadóttir, rúnar Vilhjálmsson og Þóra jenný gunnarsdóttir. (2010). notkun óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Læknablaðið, 96(4), 267–273. Earls’s E. Bakken Center for Spitituality and healing. advancing the health and wellbeing of individuals, organizations and communities (e.d.). https://www.csh.umn.edu/ gunnarsdottir, T. j., Örlygsdóttir, B. og Vilhjálmsson, r. (2019). The use of complementary and alternative medicine in iceland: results from a na- tional health survey. Scandinavian Journal of Public Health. https:/doi. org/10.1177/1403494819863529 nCCih, national Center for Complementary and integrative health (e.d.). https://www.nccih.nih.gov Stahl, j. E., Dossett, M. L., Lajoie, a. S., Denninger, j. W., Mehta, D. h., gold- man, r., ficchione, g. L., Benson, h. (2015). relaxation response and re- siliency training and its effect on healthcare resource utilization. PubMed.gov. doi: 10.1371/journal.pone.0140212 WhO, World health Organization. (2021). Self-care interventions for health. Sótt 2. febrúar 2021 á https://www.who.int/health-topics/self-care#tab= tab_1 Þóra jenný gunnarsdóttir, Lilja jónasdóttir og nanna friðriksdóttir. (2011). Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 6(87), 46–52. kristín rósa ármannsdóttir 44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Að virkja slökunar viðbrögðin dregur ekki ein- ungis úr streitu og kvíða heldur hefur það einnig áhrif á lífeðlisfræðilega þætti eins og blóð þrýsting, hjartslátt og súrefnisupptöku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.