Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 49
sem lífið býður upp á. nægjusemi. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Þeir eru nú nokkrir eftir öll þessi ár. En eftir hrun vann ég mikið í noregi. Á bráðamóttöku í Ósló var ég að hjúkra lítilli yndislegri 7 ára stúlku sem var fótbrotin. hún var frá Pakistan minnir mig. Stórfjölskyldan var með henni til stuðnings. Ég var búin að setja gifs á hana upp í nára og var svo að hjálpa henni á klósettið. hún spyr mig þá hvort ég sé múslimi eins og hún. Ég hváði aðeins en svaraði svo, að ég yrði víst að teljast kristin. Þá varð hún mjög hissa og sagði það vera skrítið. Ég væri svo góð að hún hélt að ég væri múslimi. Ég velti því lengi fyrir mér hvað henni hefði eiginlega verið sagt. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Mig hefur oft dreymt um að eiga lítinn veitingastað eða gistiheimili. núna veit ég ekki hvort ég myndi nenna því. Ég er líka að telja í mig kjark að gera eitthvað við jóganámið mitt og læra meira í því sambandi. Eitthvað að lokum? Vona bara að þetta covid-ástand í heiminum fari að líða undir lok og vona líka að við höfum lært sitthvað af því og gleymum því ekki strax. Horfir fram á veginn og eftirsjá er einungis tímaeyðsla — Nanna Kristín Johansen Fullkomin hamingja er … Vera í kringum fólkið mitt og í góðra vina hópi. Það er líka hægt að finna hamingjuna í göngutúr í fallegri náttúru með heitt kakó og teppi. golf er auðvitað best. Hvað hræðist þú mest? að missa heilsuna er ekki góð til- hugsun en kóngulær eru líka eittvað til að hræðast. Fyrirmyndin? hver önnur en florence. Eftirlætismáltækið? Milt er móðurhjartað. Hver er þinn helsti kostur? Þrautseig og skipulögð. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Bóndi. Eftirlætis- maturinn? Beef bourguignon og sushi. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? hroka og sjálfselsku. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að eiga börnin mín fjögur. Eftirminnilegasta ferðalagið? Brúðkaupsferð til Parísar með tvo drengi í eftirdragi og einn í bumbunni. Drengirnir afklæddust í gosbrunn við Louvre- safnið en var vísað upp úr af lögreglu. Þann sama dag gekk ég niður Eiffelturninn vegna lyftu bilunar, þá komin sex mánuði á leið. Ofmetnasta dyggðin?kannski hug- rekki. Vaða áfram án þess að sjá heildarmyndina. Hver er þinn helsti löstur? Smá- munasemi og óþolinmæði. Hverjum dáist þú mest að? Dáist mest að fólki sem er drífandi, hefur trú á sjálfu sér og lætur drauma sína rætast. Eftirlætishöfundurinn? halldór Laxness. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Ertu sátt við mig! Mesta eftir - sjáin? Ég horfi fram á veginn og eftirsjá er einungis tímaeyðsla. Eftirlætisleik- fangið? golfsettið mitt. Bókin á náttborðinu? Er að hefja lestur á nýrri bók, Snert- ingu eftir Ólaf jóhann. Stóra ástin í lífinu? Eyvi. Eftirlætisdýrið? hundur. Hvar vildir þú helst búa? Ef ekki á Íslandi þá á Ítalíu eða í Danmörku þar sem ég er kvart- bauni.Hvað er skemmtilegast? Ég er svo heppin að ég vinn við það sem mér finnst skemmtilegt en auðvitað eru ferðalög með fjölskyldu nærandi og eitt það skemmti- legasta sem ég geri er að fara í golf og á skíði. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? Vinsemd, hlýju, kærleika og þá helst heiðarleika. Eftirlætiskvikmyndin? Love actually er mynd sem maður getur alltaf horft á um jólin. La vita è bella er líka mynd sem skilur mikið eftir sig. Markmið í lífinu? Lifa til fulls, lækka forgjöfina næsta sumar. Eiga margar góðar stundir með fjölskyldu og skoða landið okkar betur. klára diplómanám í bráðahjúkrun nú í vor og huga að heilbrigði líkama og sálar. Eftir- minnilegasti sjúklingurinn? Margir sjúklingar mjög eftir minnilegir og draga má mikinn lærdóm af þeim. get ekki dregið einn fram fremur en annan en margir sem maður gleymir aldrei. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Líklega væri ég til í að vinna við garðrækt, arkitektúr eða vera syngjandi glaður bóndi með helling af krökk um og dýrum í kringum mig. kannski bara margt sem maður gæti hugsað sér. hjúkrunarfræðingur er samt besta starfið. Eitthvað að lokum? Carpe diem. konur sitja fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 49 Nanna Kristín Johansen hjúkrunar- fræðingur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.