Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 50
Markmiðið „að lifa af eða deyja ella“ — María Vigdís Sverrisdóttir Fullkomin hamingja er … að vera sáttur við sjálfan sig og aðra. Hvað hræðist þú mest? Ég bara veit það ekki … En að valda öðrum skaða er hræðileg tilhugsun. Fyrir - myndin? Margar en líklega er það fólkið sem stendur mér næst sem eru mínar fyrir - myndir. foreldrar mínir sem kenndu mér svo margt. amma mín sem var ótrúleg kona sem tókst að standa upprétt og halda í lífsgleði þrátt fyrir mörg áföll í lífinu og svo eru það systkini mín sem hafa tekist á við margt og staðið sig framúrskarandi í leik og starfi. fyrirmyndir mína í hjúkrun eru margar og þar eru margar af mínum bestu vinkonum sem eru flottir og faglegir hjúkrunarfræðingar. Ég verð þó að nefna nokkra hjúkrunarfræðinga sem ég hef lært mikið af. hildur helgadóttir, nú verk- efnastjóri á Landspítala, sem ég vann fyrst með á smitsjúkdómadeildinni, og Pálína Ásgeirsdóttir sem var deildarstjóri á slysadeildinni þegar ég vann þar. Ég var svo heppin að fá að vinna með báðum þessum konum þegar ég var nýútskrifuð og voru þær miklar fyrirmyndir í faglegri vinnu og góðir kennarar. Svo verð ég að fá að minn- ast á nöfnurnar Sigríði gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala, og Sigríði gunnarsdóttir, prófessor á Bifröst. Þessar konur kveikja einhvern neista í hjúkrunarhjartanu í hvert sinn sem ég hlusta á þær tala um hjúkrun. Eftirlætismál- tækið? hver er sinnar gæfu smiður.Hver er þinn helsti kostur? jákvæðni, ég tek mig ekki of hátíðlega og tel mig hafa þokkalega tilfinningagreind. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? að vera flugfreyja eins og Didda frænka eða hjúkrunarkona eins og María Maack frænka. Eftirlætismaturinn? Ég borða allt og elska góðan mat … ákveðið vandamál … Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Óheil- indi, lygar og hroka. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Börnin mín þrjú sem ég er óendanlega stolt af. Svo eru það verkefnin sem hafa reynt mikið á og ég e.t.v. efaðist um að mér tækist að klára. Það eru nokkur slík verkefni sem mér hafa verið falin í vinnunni, eins og að takast á við flóknar breytingar. Eins er ég ótrúlega stolt og þakklát fyrir samstarfsfólkið sem hefur farið í þessa leiðangra með mér, án þessa fólks hefðu verkefnin ekki farið eins vel. Eftirminnilegasta ferðalagið? úff … þau eru svo mörg og erfitt að gera upp á milli þeirra fjölmörgu ferðalaga innanlands og utan með góðum vinum og fjölskyldu … margar alveg frábærar ferðir. En langar þó að nefna hjólaferð sumarið 2019 þegar við hjóluðum hluta af jakobsstígnum á Spáni með góðum vinum.Ofmetnasta dyggðin? úff … jú líklega er það að halda að maður sé ómissandi.Hver er þinn helsti löstur? að færast of mikið í fang og gera of margt í einu … ákveðinn athyglisbrestur.Hverjum dáist þú mest að? fólki sem tekst á við erfiðleika í lífinu af æðruleysi og kemur út sem sterkari einstaklingar. Eftirlætishöf- undurinn? ragnar jónsson, Yrsa Sigurðardóttir og kim Leine. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? Þetta reddast! Mesta eftirsjáin? Ég sé ekki eftir neinu. Vissulega hefur maður tekið misgáfulegar ákvarðanir í lífinu en þær ákvarðanir hafa þá kennt manni eitthvað eða leitt mann á nýjar slóðir. Ef eitthvað er gæti ég sagt að stundum hef ég látið vinnuna stýra of miklu í lífi mínu. Eftirlætisleikfangið? núna eru það hjólin mín, dansskórnir og myndavélin (í símanum). Sem barn var það dúkka sem systkini mín kölluðu Bollubínu til að hrella mig. Mér fannst það agalegt nafn fyrir fallegu dúkkuna mína og grét yfir þessu miskunnarleysi þeirra en svo fór ég sjálf að nota nafnið, það festist við hana og varð hið besta nafn.Bókin á náttborðinu? Snert- ing eftir Ólaf jóhann Ólafsson og Óstýriláta móðir mín eftir Sæunni kjartansdóttur. Stóra ástin í lífinu? Maðurinn minn, hann raggi minn, og nýjasta ástin í lífi mínu er lítill yndislegur ömmustrákur.Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? að geta séð fram í tímann … og að hafa þrautseigju og seiglu. Þitt helsta afrek? Börnin mín þrjú sem eru ótrúlega flottir og vandaðir einstaklingar. Og í vinnu er það líklega þegar hringt var í mig frá slysadeildinni kl. 23.00 og ég beðin að koma til að fara með sjúk- ling, sem hafði verið endurlífgaður eftir drukknun, í súrefniskútinn. Þegar mér var sagt að enginn annar gæti gert þetta og maðurinn yrði að komast í kútinn þá dreif ég mig auðvitað af stað, ósofin, búin með fullan vinnudag og ekki á bakvakt … nema konur sitja fyrir svörum … 50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 María Vigdís Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.