Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 54
Orðræða sem viðheldur valdamisræmi Það er ákveðin hætta á að átaksverkefni, sem ætlað er að stemma stigu við kynjuðu mynstri, tali inn í þessar staðal- myndir. Í versta falli geta þau haldið þessum kynjuðu staðal- myndum á lofti og veitt þeim aukið rými. Þá erum við í raun að endurskapa og styrkja kynjuð valdatengsl. Stundum hafa átaksverkefni gengið út á að reyna að kveikja áhuga nemenda á störfum með fræðsluherferðum, svo sem bæklingum eða kynningum, og þá er valið myndefni og umfjöllun sem er talin höfða til kynsins sem um ræðir í þeirri von að það breyti ásýnd námsins í augum tilvonandi nemenda. Með þessu er ég ekki að leiða rök að því að það eigi ekki að sýna fjölbreyttar birtingarmyndir starfsins, því hjúkrunarfræði er sannarlega fjölbreytt og skemmtilegt starf sem býður upp á marga möguleika. En hér er verið að gefa það til kynna að það sé karlmönnum ekki samboðið að starfa við sams konar störf og konur, að það sé þeim eðlislægt að hafa önnur áhugasvið. Jafnvel að það grafi undan karlmennsku og virðingu karla að sinna kvenlægum störfum. Við erum að tala inn í orðræðu sem viðheldur valdamisræmi og lítilli virðingu í garð framlags og starfa kvenna. Það er mannlegt að vilja fjölbreytni í starfi og spennandi starfsvettvang en ekki kynjað. Vandinn er ekki að hjúkrunarfræðistarfið er gjarnan tengt við konur. Vandinn er að við vanmetum störf kvenna og berum ekki sambærilega virðingu fyrir þeim og störfum karla. Ef þetta misræmi væri ekki fyrir hendi væri það ekki álitið ógn við karlmennsku að ganga inn í störf sem unnin hafa verið af konum. Í stað þess að byggja fleiri staðalmyndir í kringum störfin þá þurfum við að afbyggja þær. Störf og framlag karla meira virði en kvenna Staðalmyndir eiga djúpar rætur í menningu okkar, eru smætt- andi og skaðlegar og vinna að því að skýra, réttlæta og viðhalda aðstöðumun kynjanna. Þótt staðalmyndir séu eitt einkenni meinsins er þar ekki rót vandans. Rót vandans er sú að við metum störf og framlag karla meira virði en kvenna. Það er mikilvægt að draga upp fjölbreyttar myndir af hjúkr- unarstarfinu en við þurfum að gera það á ábyrgðafullan hátt og hafa myndirnar grundaðan í veruleika starfsins. Starf hjúkr- unarfræðingsins felst í að vera undirbúinn undir alls kyns aðstæður, sýna festu og vera tilbúinn að starfa í mikilli nánd við samstarfsfólk og skjólstæðinga. Þær lífseigu hugmyndir eru alltumlykjandi að konur séu körlum fremri þegar kemur að nánd og nærgætni. Ef við viljum stuðla að jafnrétti og berjast gegn kynjuðu starfsvali er mikilvægt að vinna gegn þeirri kynjuðu síbylju að umönnun, nánd og nærgætni séu ekki karl- lægir eiginleikar. Í nýlegu upplýsingamyndbandi Landspítalans um jafnrétt- isstarf kom fram að mikilvægt sé að spítalinn endurspegli sam- félagið. Við getum öll verið sammála um það. Það er hins vegar tímabært að ræða um jafnrétti í þessum efnum í víðari skiln- ingi og leggja aukna áherslu á fjölbreytileika. Síðastliðin ár hafa jafnréttismál þróast mikið og fleiri breytur en kyn skipta máli í þessu samhengi. Það er ekki síður mikilvægt að við lítum til annarra hópa. Ef við gefum okkur það að það sé erfitt fyrir karla að ganga inn í núverandi fyrirkomulag hjúkrunarnáms- ins, hvernig er staðan þá gagnvart fötluðum nemendum, hin- segin nemendum og nemendum af erlendum uppruna? Hvar er vandinn? Í ljósi þess hve vandinn er útbreiddur og rótgróinn má draga í efa að lausnin felist eingöngu í breyttri námstilhögun og ásýnd námsins. Ég leyfi mér að fullyrða að kynjaðar væntingar og viðhorf sem má hugsanlega greina í náminu eru einungis brotabrot af því sem nemendur munu kynnast að námi loknu þegar út á starfsvettvang er komið. Ég hef starfað í þó nokkur ár á Landspítalanum og þykir vænt um vinnustaðinn. En rétt eins og á öðrum vinnustöðum fyrirfinnast þar fordómar og kynjuð viðmið. Eitt af því fyrsta sem ég þurfti að læra sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi hrafnhildur snæfríðar- og gunnarsdóttir 54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Ég leyfi mér að fullyrða að kynjaðar væntingar og viðhorf sem má hugsanlega greina í náminu eru einungis brotabrot af því sem nemendur munu kynnast að námi loknu þegar út á starfs- vettvang er komið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.