Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 58
Námið verði aðgengilegt hjúkrunarfræðingum um allt land Í náminu verður stuðst við fjölþættar aðferðir við kennslu, svo sem klínískt nám, umræðufundi, tilfellakynningar, fyrirlestra, kennslu í færnistofu og hópavinnu. Áhersla verður lögð á að tengja fræðilegan hluta við raunveruleg dæmi, meðal annars með kynningum frá sérfræðingum á sviði smitsjúkdóma og sýkingavarna. Tekin verða raunveruleg dæmi um hópsýkingar á heilbrigðisstofnun og nemendur fá tæki- færi til að vinna að eigin viðbragðsáætlun. Notað verður fjölþætt námsmat, þar með talið próf, skrifleg verkefni, kynningar og þátttaka í umræðutímum. Lögð er áhersla á að námið verði aðgengilegt hjúkrunarfræðingum um allt land og verður því skipu - lagt með þeim hætti að nemendur eigi þess kost að taka hluta námsins í fjarnámi með staðbundnum lotum eftir atvikum og aðstæðum. Það er enginn vafi í huga þeirra sem til þekkja að þörf er á viðbótarnámi á fram - haldsstigi í sýkingavörnum og smitsjúkdóma hjúkrun. Slík viðbótarmenntun mun nýtast hjúkrunarfræðingum sem starfa innan allra sérsviða og um allt land, hvort sem það er á heilsugæslu, á minni heilbrigðisstofnunum eða á Landspítalanum. Við erum bjartsýn á að hjúkrunarfræðingar sjái sér hag í því að efla þekkingu sína og færni á sviði sýkingavarna og smitsjúkdómahjúkrunar, bæði til faglegrar fram - þróunar og til heilla fyrir samfélagið allt. Umsóknarfrestur vegna diplómanáms við Hjúkrunarfræðideild HÍ er til og með 15. apríl 2021. Við hlökkum til að sjá sem flesta! anna tómasdóttir, berglind guðrún chu og helga jónsdóttir 58 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Við erum bjartsýn á að hjúkrunarfræðingar sjái sér hag í því að efla þekk- ingu sína og færni á sviði sýkingavarna og smitsjúk- dómahjúkrunar, bæði til faglegrar framþróunar og til heilla fyrir samfélagið allt. E T A ME Á RÉTT ÐFERÐUR AÐ FJÚKLINGR ÞINN S A EÐA GRÆÐA ÞRÝGJGYIL AÐ FYRIRB ÁR?TINGSSS étL ta á og d a álagi/þrýstingieifr atnsheldarV antar fyrir betri endingueiðir kBr

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.