Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 59
Vakning innan hjúkrunarfræðinnar Hjúkrunarfræðingar hafa ávallt skráð ástand og líðan sjúk- linga, hvað gert var fyrir þá og svörun þeirra við því. Umtals- vert magn hjúkrunarfræðilegra gagna um ástand, viðbrögð og líðan sjúklinga verður til við daglega skráningu á heilbrigðis- stofnunum. Alveg fram á 9. áratuginn var þessum gögnum þó hent. Um miðbik síðustu aldar, þegar hjúkrunarfræðin þró - aðist sem fræðigrein í Bandaríkjunum, áttuðu hjúkrunarfræð- ingar sig á nauðsyn þess að greina þau viðfangsefni sem þeir eru menntaðir til að sjá um og bera ábyrgð á lögum samkvæmt (Gordon, 1987). Jafnframt óx vitund um mikilvægi þess að greina vandamál sjúklinga rétt og hafa skipulag á hjúkruninni (Abdellah, 1959) og hugtakið hjúkrunarferli kom fyrst fram árið 1958 (Orlando, 1961). Umræður jukust innan hjúkrunar - fræðinnar, sérstaklega í Bandaríkjunum, um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðin ætti sína fagorðaskrá eða fagmál. Sértækt fagmál er hverri fræðigrein mikilvægt og hver fræð i - grein hefur iðulega eigið tungutak sem hjálpar meðlim um greinarinnar að skilgreina hugtök sem máli skipta innan hennar. Fagmál, sem vísindagrein þróar, þjónar þeim tilgangi að gefa flóknum fyrirbærum ákveðin heiti og auðvelda sam- skipti milli þeirra sem nota það. Orð eins og smitgát, sóttkví og einangrun eru dæmi um hugtök sem fyrir ári síðan flokk - uðust undir fagorð innan fagmáls en skilgreiningar þeirra eru nú flestum þekktar og orðin töm. Fagmálið gegnir mikilvægu hlutverki í að greina, miðla, skipuleggja og lýsa því sem í þessu tilviki er einstakt við hjúkrun — að fanga hinn flókna veru- leika hennar. Sameiginlegt fagmál hjúkrunarfræðinga í formi flokkunar- kerfa er ein af forsendum þess að þeir geti nýtt sér gögn, sem skráð hafa verið, til að bæta hjúkrun og efla öryggi sjúklinga, og til að styðja við klíníska ákvarðanatöku og sköpun á nýrri þekk- ingu. Og ekki skal vanmetið mikilvægi þess að fagorð séu til á íslensku og að vandað sé til verka við þýðingar og nýyrða smíð. Á 8. áratugnum kom fram fyrsta kóðaða flokkunarkerfið í hjúkrun í Bandaríkjunum, NANDA, sem fjallar um greiningar hjúkrunarvandamála (Gordon, 1987). NANDA-samtökin (áður North American Nursing Diagnosis Association) voru svo stofnuð 1982 (Gordon, 1987) en þau heita í dag NANDA International, skammstafað NANDA-I (NANDA International, e.d.). Steinunn Garðarsdóttir (1985) var fyrst hjúkrunarfræð- inga á Íslandi til að kynna flokkunarkerfi NANDA-hjúkrun- argreininga. Önnur flokkunarkerfi í hjúkrun, sem hafa orðið þekkt hér á landi, eru Nursing Interventions Classification (NIC) fyrir hjúkrunarmeðferð og Nursing Outcomes Classification (NOC) fyrir árangur. Þau eru bæði þróuð við Háskólann í Iowa. Fleiri og fleiri þekkja einnig International Classification for Nursing Practice (ICNP) sem er byggt upp hjá Alþjóðaráði hjúkrunar- fræðinga, ICN. Saga flokkunarkerfa í hjúkrun á Íslandi Hugtakið hjúkrunarferli sést fyrst á prenti á Íslandi árið 1976 þegar Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur birti grein um það í Tímariti Hjúkrunarfélags Íslands. Þó nokkur umræða varð meðal hjúkrunarfræðinga um hjúkrunar - ferlið á 8. og 9. áratugnum og greinilegt að um það var talsvert tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 59 Saga hjúkrunarskráningar á Íslandi Aðdragandi að stofnun rannsókna- og þróunarseturs um ICNP Ásta Thoroddsen, prófessor og forstöðumaður ICNP-setursins Í ágúst 2019 samþykkti Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses, ICN) stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP á Íslandi (ICN Accredited ICNP Research & Development Centre in Iceland). ICNP-setrið var síðan formlega stofnað 2. mars 2020 innan Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands með aðsetur í Hjúkrunarfræðideild. Aðdragandi að stofnun rannsókna- og þróunarseturs um flokkunarkerfi í hjúkrun er orðinn nokkuð langur. Því er ekki úr vegi að gera honum skil. Sagan er orðin löng, spannar 35 ár, og ekkert verður til úr engu, en stiklað verður á stóru. Orð eins og smitgát, sóttkví og einangrun eru dæmi um hugtök sem fyrir ári síðan flokkuðust undir fagorð innan fagmáls en skilgreiningar þeirra eru nú flestum þekktar og orðin töm. Fagmálið gegnir mikilvægu hlutverki í að greina, miðla, skipuleggja og lýsa því sem í þessu tilviki er einstakt við hjúkrun — að fanga hinn flókna veruleika hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.