Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 75
2003). Þeim hefur því fækkað umtalsvert án þess að foreldrar hafi nokkuð verið spurðir um þarfir sínar. Tilgangur rann- sóknarinnar var því að varpa ljósi á viðhorf foreldra til heima- vitjana hjúkrunarfræðinga á vegum ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og meta hvort munur væri á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem áttu barn áður. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknar- spurningar: 1. Hvert er viðhorf foreldra til heimavitjana í ung- og smá- barnavernd á höfuðborgarsvæðinu? 2. Er munur á viðhorfum foreldra með fyrsta barn og þeirra sem höfðu eignast barn áður? Aðferð Rannsóknarsnið Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn með hentugleika- úrtaki. Þátttakendur Úrtak rannsóknarinnar voru íslenskumælandi foreldrar sem komu með börn sín í sex og níu vikna skoðun á öllum 19 heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu, á tímabilinu 13. janúar til 7. febrúar 2020. Alls komu 390 börn í þessar skoðanir á tímabilinu. Mælitæki Mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti saminn af rann- sakendum, þar sem ekki fannst spurningalisti í vísindarann- sóknum sem fullnægði rannsóknarspurningum og markmiði rannsóknarinnar. Við gerð spurningalistans var stuðst við könnun Geirs Gunnlaugssonar og Sesselju Guðmundsdóttur frá 2002 og leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd frá Embætti landlæknis og ÞÍH (2020a). Spurningalistinn var lagður fyrir fjóra reynda hjúkrunarfræðinga í ung- og smá- barnavernd með það í huga að meta innra réttmæti hans. Eftir það var hann forprófaður af sex öðrum hjúkrunarfræðingum og tíu foreldrum ungra barna. Gerðar voru lagfæringar eftir ábendingum sem fram komu, spurningar umorðaðar og lag- færðar. Spurningalistinn innihélt 27 spurningar, 19 spurningar um heimavitjanir og átta um bakgrunn þátttakenda. Spurt var um fjölda heimavitjana, tímalengd, ánægju/óánægju með þær og hvort foreldrar hefðu náð að spyrja um það sem þeim lá á hjarta. Níu spurningar voru um ánægju/óánægju varðandi aðstoð og ráðgjöf við: brjóstagjöf og næringu, óværð, svefn, umönnun barns, tengslamyndun og það að lesa í tjáningu barns, þroska og örvun auk hvíldar og andlegrar líðanar for- eldra og slysavarnir. Fimm punkta Likert-kvarði var notaður, frá „mjög ánægð/ur“, „hlutlaus“ til „mjög óánægð/ur“ auk val- möguleikans „hef ekki þurft aðstoð/ráðgjöf “. Í spurningalist- anum voru sex opnar spurningar þar sem foreldrum var boðið að tjá sig um heimavitjanirnar, meðal annars hvað þeir voru ánægðir eða óánægðir með og hverju þeir myndu vilja breyta varðandi þær. Bakgrunnsspurningar voru um kyn, aldur, hjú- skaparstöðu og menntun. Einnig var spurt hvort þátttakandi hefði gengið með barnið (konur), hvort fæðingin hefði verið um fæðingarveg eða keisarafæðing (konur), hversu mörg börn þátttakandi hefði fætt (konur) eða hversu mörg börn hann ætti (karlar). Þá var spurt frá hvaða heilsugæslustöð heimavitjan- irnar voru. Spurningalistinn, sem tók um 10 mínútur að svara, var gerður aðgengilegur þátttakendum á rafrænu formi í Ques- tionPro sem er öruggt og lokað netsvæði. Gagnasöfnun Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd heilsugæslu - stöðvanna fengu senda kynningu á rannsókninni í tölvupósti auk þess sem hún var kynnt á fundum fyrir fagstjórum hjúkr- unar og verkefnastjórum í ung- og smábarnavernd. Hjúkr- unarfræðingar í ung- og smábarnavernd kynntu rannsóknina munnlega fyrir foreldrum og afhentu þeim sem vildu kynn- ingar- og samþykkisbréf ásamt umslagi. Í samþykkisbréfinu var leitað eftir samþykki þeirra með undirskrift og netfangi og samþykkisbréfið sett í lokað umslag. Umslaginu var ýmist skilað aftur til hjúkrunarfræðings eða í móttöku heilsu- gæslustöðvar. Fyrsti höfundur safnaði saman umslögunum af öllum heilsugæslustöðvunum og sendi foreldrum tölvupóst á uppgefið netfang með tengli á rafrænan spurningalista. Tvisvar var send út rafræn áminning til þeirra sem ekki höfðu svarað. Siðfræði Rannsóknin fékk leyfi vísindanefndar Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins og Háskóla Íslands, sótt var um leyfi til Vísinda - siðanefndar sem tilkynnti að ekki þyrfti leyfi nefndarinnar en rannsóknin fékk númerið VSN-19-221. Rannsóknin var til- kynnt til Persónuverndar og lögum um persónuvernd fylgt í hvívetna. Leyfi fyrir því að kynna rannsóknina fyrir foreldrum fékkst hjá yfirmönnum hjúkrunar og lækninga á öllum heilsu- gæslustöðvunum. Í kynningarbréfi fengu þátttakendur upp - lýs ingar um tilgang rannsóknar og markmið. Einnig að þátt- takan væri áhættulaus, nafnlaus og ekki væri hægt að rekja svör til svarenda, að leyfilegt væri að sleppa einstaka spurn- ingum og hætta þátttöku hvenær sem var. Þátttakendur gáfu upplýst samþykki sitt með undirskrift. Farið var með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Gagnagreining Tölfræðileg úrvinnsla gagna var gerð með tölfræðiforritinu IBM SPSS Statistics 25. Notuð var lýsandi tölfræði og Pearsons kíkvarðat-marktektarpróf var notað við samanburð. Þátttak- endum var skipt í tvo hópa, í öðrum hópnum voru foreldrar með fyrsta barn og í hinum hópnum foreldrar sem áttu barn áður. Í spurningum um ánægju/óánægju með þjónustu, aðstoð og ráðgjöf voru svarmöguleikarnir „mjög ánægður“ og „frekar ánægður“ sameinaðir í „ánægður“. Svarmöguleikarnir „frekar ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.