Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 82
Útdráttur Tilgangur: Konur sem hafa afplánað refsidóma hafa flestar, ef ekki nær allar, einhverja áfallasögu að baki. Þær glíma við flókinn vanda sem einkennist af vímuefnanotkun og afleiðingum hennar. Lítið er vitað um reynsluheim þeirra í íslenskum fangelsum og af meðferðar- úrræðum innan og utan fangelsis. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á þeirri reynslu þeirra. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn tóku þátt níu konur á aldrinum 20–45 ára. Þær áttu allar við vímuefnavanda að stríða og höfðu allar leitað sér meðferðar við honum. Tekin voru tvö viðtöl við allar nema tvær, samtals 16 viðtöl. Niðurstöður: Konurnar höfðu allar leitað sér aðstoðar vegna vímu- efnavanda fyrir afplánun. Þær höfðu leitað í flest meðferðarúrræði sem í boði voru hér á landi, og höfðu einnig leitað sér vímuefna - meðferðar erlendis. Flestar konurnar notuðu vímuefni um æð og glímdu við heilsufarsvanda því tengdan. Konurnar höfðu flestar orðið fyrir einhvers konar áföllum í æsku eða á fullorðinsárum. Var vímu- efnaneyslan einhvers konar bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður. Vímuefnaneyslunni fylgdi síðan mikil vanlíðan, depurð og kvíði. Meirihluti þeirra voru mæður og höfðu misst börn sín frá sér vegna vímuefnanotkunarinnar. Konurnar óskuðu þess flestallar að unnið væri úr áföllum þeirra meðan vímuefnameðferðin færi fram þar sem þær töldu vímuefnaneyslu sína vera nátengda þeim áföllum sem þær höfðu orðið fyrir. Þeim fannst mikilvægt að virkara með - ferðarstarf væri í fangelsum og kvörtuðu undan iðjuleysi sem þeim fannst ekki einungis erfitt heldur einnig auka vanlíðan þeirra og fíkn í vímuefni. Ályktanir: Rannsókn þessi sýnir að mikilvægt er að nýta viturlegar en nú er gert þann tíma sem konur afplána refsidóm, t.d. með því að veita meðferð við vímuefnavanda og við þeim áföllum sem þær hafa orðið fyrir sem börn, unglingar og fullorðnar konur. Lykilorð: konur, fangelsi, áföll, vímuefnavandi, kvenfangi, fyrirbæra - fræði, viðtöl Inngangur Á síðastliðnum árum hefur vímuefnaneysla verið vaxandi vandi í heiminum. Gera má ráð fyrir að fimm prósent allra fullorðinna einstaklinga í heiminum hafi notað ólögleg vímu- efni að minnsta kosti einu sinni á ævinni eða alls um 250 millj- ónir manna. Af þessum ölda má gera ráð fyrir að um 29,5 milljónir manna lendi í vímuefnavanda (Fíkniefna- og saka- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, 2017; Koob og Volkow, 2010; Rhemtulla o.fl., 2016). Á Íslandi hafa 10,4% núlifandi karla og 4,6% kvenna leitað sér aðstoðar vegna áfengis og ann- arra vímugjafa hjá SÁÁ. Hlutfall kvenna hefur verið um 30% frá árinu 2009 (SÁÁ, 2016). Alls lögðust 528 konur á sjúkra- húsið Vog árið 2018 á móti 1144 karlmönnum (SÁÁ, 2019). Afleiðingar vímuefnanotkunar Neikvæðar afleiðingar vímuefnaneyslu eru óumdeildar. Þung- lyndi, kvíði og ýmiss konar alvarleg geðröskun er algengari meðal þeirra sem eiga við vímuefnavanda að stríða (Schuckit, 2006; Walker og Druss, 2016) og ótímabær dauðsföll, slys og skerðing lífsgæða eru þekktar afleiðingar vímuefnaneyslu (Chander o.fl., 2006). Líkamlegur heilsufarsvandi tengist einnig vímuefnanotkun, sér í lagi meðal þeirra sem neyta vímuefna um æð en árið 2015 var gert ráð fyrir því að tæpar 12 milljónir einstaklinga í heiminum noti vímuefni um æð. Einn áttundi 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Arndís Vilhjálmsdóttir, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sigríður Halldórsdóttir, framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri Sigrún Sigurðardóttir, framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri Reynsluheimur kvenna í íslensku fangelsi og reynsla þeirra af meðferðarúrræðum innan og utan fangelsis Nýjungar: Rannsóknin sýnir hve konur í íslensku fangelsi geta glímt við flókinn heilbrigðisvanda og hve réttlausar og berskjaldaðar þær geta verið. Hagnýting: Rannsóknin veitir aukna þekkingu og dýpri skiln ing á reynsluheimi þessara kvenna sem mæta o for- dómum innan heilbrigðiskerfisins og sýnir mikilvægi þess að tekið sé tillit til þess flókna heilbrigðisvanda sem þær glíma við. Þekking: Þátttakendur áttu margföld áföll að baki og þuru á flókinni áfallamiðaðri hjúkrun og meðferð að halda en fengu enga. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga:Með aukinni þekkingu og dýpri skilningi á áfallasögu og heilbrigðisvanda kvenna með alvarlegan vímuefnavanda hafa hjúkrunarfræðingar, sem sinna þjónustu við þær, betri forsendur til að veita þeim viðeigandi hjúkrun og umönnun hvar sem þeir starfa í heil- brigðiskerfinu. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.