Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 85
skólans lið fyrir lið en aðferðin byggist á textagreiningu á ein- stökum tilvikum (e. case studies) (þrep 1–7) og síðan saman- burði á tilvikum (þrep 8–12). Niðurstöðurnar eru dregnar út úr textanum (e. deconstruction) og síðan settar saman í eina heild (e. reconstruction) fyrir heildarniðurstöður. Gagnamett - un náðist þegar nægilegum gögnum hafði verið safnað saman til að svara rannsóknarspurningunni. Siðfræði Meginatriði rannsóknarsiðfræðinnar voru höfð að leiðarljósi við skipulagningu og framkvæmd rannsóknarinnar. Áhersla var lögð á að valda þátttakendum ekki skaða en ljóst er að um berskjaldaðan hóp er að ræða (Sigurður Kristinsson, 2013). Ef konurnar nefndu staðhætti eða nöfn annarra einstaklinga var slíkt ekki skráð. Rannsakandi sýndi einnig konunum rituðu viðtölin ef þær óskuðu þess. Konunum bauðst að tala við geðhjúkrunarfræðing ef þátttakan í rannsókninni og uppri- unin hafði neikvæðar afleiðingar. Engin þeirra nýtti sér það en fyrsti höfundur ræddi við eina konuna nokkru eir að rann- sókninni lauk í kjölfar þess að rannsóknin var kynnt á ráð - stefnu. Engin dró þátttöku sína til baka. Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknar Í aðferðafræði Vancouver-skólans er stuðst við aðferðir sem er ætlað að auka réttmæti og áreiðanleika rannsókna. Á það sér- staklega við þrep 7, 9 og 11. Greiningarlíkön voru borin undir þátttakendur til að auka réttmæti. Samþætting rannsakenda (e. researcher triangulation) er aðferð sem beitt er til að auka réttmæti rannsókna og var notuð í þessari rannsókn. Var það helst gert í þrepi 8, 10 og 12. Niðurstöður Konurnar höfðu flest allar glímt við vímuefnavanda frá ung- lingsaldri og reynt þau meðferðarúrræði sem í boði voru hér á landi, sumar oar en einu sinni, og sumar höfðu einnig leitað sér aðstoðar erlendis. Hluti þeirra hafði farið í vímuefna með - ferð fyrir 18 ára aldur og dvalið á unglingaheimilum. Reynsla þeirra af meðferðarúrræðunum var misjöfn. Þær sem höfðu orðið fyrir áföllum í æsku fannst aðaláherslan lögð á vímu- efnavandann í stað þess að litið væri heildrænt á vanda þeirra. Það var mat kvennanna að skortur væri á markvissu með - ferðarstarfi innan fangelsins og að lítið væri í boði til að takast á við vímuefnavanda þeirra. Það var ósk kvennanna að meira framboð væri á faglegri aðstoð. Konurnar voru jákvæðar í garð fangavarða og óskuðu jafnframt eir meiri og persónulegri samskiptum við þá. Upplýsingagjöf fannst þeim hins vegar ábótavant varðandi stöðu þeirra mála í dómskerfinu og ýmis réttindi þeirra innan fangelsins. Upphaf og aðdragandi vímuefnanotkunar Hjá öllum konunum hafði vímuefnaneyslan átt sér einhvers konar aðdraganda. Frásagnir um einelti í æsku, vanrækslu og vímuefnaneyslu á æskuheimili voru einkennandi. Fjórar af níu konum greindu frá kynferðisoeldi í æsku. Misjafnt var hve- nær þær greindu frá oeldinu og hvernig þær unnu úr því. Skólagangan hafði gengið erfiðlega hjá flestum þeirra, hegðun- arvandi og vímuefnaneysla hafði fljótt sett mark sitt á hana. Einelti olli því að skólagangan varð óbærileg, stríðni og bar - smíðar voru daglegt brauð og áföllin skullu o á aur og aur. Kynferðislegt ofbeldi Sigrún varð fyrir kynferðisoeldi sem barn og áleit það upp- hafspunkt vímuefnaneyslunnar: Ég var bara alltaf erfitt barn og lenti í misnotkun af bróður hennar mömmu, og það stóð yfir í nokkur ár. Mér finnst það hafa mótað mig. Ég fikta við að reykja sígarettur 8 ára, drekka 12 ára. Fór þá á unglingaheimili og var þá farin að reykja hass, var þar í þrjá mánuði og þar kynntist ég fullt af fólki og þar prófa ég að færa mig yfir eins og í amfetamín. Og svo kem ég út og þá er ég bara farin að gera allt til að redda mér næsta skammti, eins o og ég gat á þessum tíma. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 85 Tafla 3. Yfirlit yfir niðurstöður rannsóknarinnar Upphaf og aðdragandi Vímuefnanotkun sem Misgóð meðferðarúrræði Iðjuleysi í fangelsi Lífið eir afplánun vímuefna notkunar óhjálplegt bjargráð — „fixa sig“ Áföll Oeldissambönd „Kærasti í næstum hverri Versnandi líðan, andlega Blendnar tilfinningar meðferð“ og líkamlega Oeldi Heimilisleysi „Vont að láta renna af sér, Ósk um meðferð og Úrræðaleysi andlega og líkamlega“ meðferðarúrræði Kynferðisleg misnotkun Vímuefnanotkun Skortur á einstaklings- Fíkn Óvissa ármögnuð miðaðri nálgun Hegðunarvandi í æsku Hnignandi heilsufar Einblínt á vímuefna- Sorg Von vandann Óregla og vímuefnavandi Rofin tengsl á æskuheimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.