Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 87
Misgóð meðferðarúrræði Konurnar áttu að baki ölmörg skipti í meðferð, hérlendis sem og erlendis. Sumar þeirra höfðu einnig dvalið í barnaverndar- úrræðum sem börn og unglingar og átt innlagnir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir ölda innlagna á meðferðarstofnanir fóru þær að nota vímuefni aur fljótlega að meðferð lokinni. Sumar kvennanna sögðust hafa viljað fá að vinna úr erfiðri lífsreynslu í vímuefnameðferðinni sjálfri. Dóra hafði gert tilraun til að vinna úr sinni reynslu: Nei, ég hef aldrei unnið úr þessu. Ég fór einu sinni í Stígamót þegar ég var edrú eir að ég hafði verið í meðferð og þú veist, um leið og hún fór að fara dýpra og dýpra í þetta þá bara datt ég íða’. Maður vill ekki finna tilfinningar, bara loka á þetta. Nær engin meðferðarúrræði, sem konurnar höfðu leitað í, voru kynjaskipt. Sumum fannst það truflandi og hafa slæm áhrif á árangur þeirra í meðferðinni. Sumar þeirra höfðu stofn - að til ástarsambanda og verið vísað úr meðferð eða útskrifað sig sjálfar þess vegna þótt meðferðinni hafi ekki verið lokið. Sigrún minntist þess þegar hún byrjaði að fara í vímuefna - meðferð sem unglingur: „Það voru einhverjir strákar, og maður var svo veikur að maður sagði bara já við öllu.“ Í eitt skiptið hafði hún útskrifað sig vegna manns sem áreitti hana í með - ferðinni. Karítas hafði svipaða sögu að segja: Maður eignast liggur við kærasta í hverri einustu meðferð. Maður er ekkert að hugsa um sjálfan sig. Ég held ég geti talið það á fingrum annarrar handar hvað ég hef farið í gegnum margar meðferðir án þess að eignast kærasta. Ég á 20 innlagnir á Vog, margar innlagnir á 33, tvær á Krýsuvík, þannig að ég hef náð mér í kærasta í öllum þessum meðferðum. Selma sagði frá fordómum og skilningsleysi starfsfólks á stöðu sinni og annarra kvenna þegar hún ræddi reynslu sína af því að ármagna vímuefnanotkun sína: En þetta er bara eitthvað [kynlífsvinna] sem flestir kvenmenn gera, það er svoldið þannig. Og af hverju er ekki talað meira um þetta? Það er bara ekkert finnst mér. Það er alveg erfitt að koma inn í meðferð og fá eins og blauta tusku í andlitið þegar maður fer að tala um þetta. Svona fordómar. Margir ráðgjafar með gríðarlega mikla fordóma fyrir þessu og af hverju eru þeir þá að vinna við þetta. Iðjusvipting í fangelsi Konunum fannst fangelsisvistin ekki betrunarvist og töldu að hún hefði ha skaðleg áhrif á andlega og líkamlega líðan þeirra og heilsu. Töldu þær litla betrun fólgna í því að sitja inn á gangi og horfa á sjónvarpið. Vinna var af skornum skammti og lítill kostur á annarri afþreyingu eða menntun. Helga komst svo að orði um iðjuleysið í fangelsinu: „Að vera í fangelsi, maður er eins og dýr í búri. Þú ert dýr í búri!“ Upplifun Karítasar var áþekk: Maður er bara hérna í geymslu, þetta er engin betrunarvist. Þetta er meira, bara verið að skemma mann heldur en að laga mann. Það er enginn eitthvað, sem er hérna í langan tíma, sem er hérna í meira en þrjá mánuði sem er að fara að koma heill út úr þessu. Allar konurnar lýstu kvíðaeinkennum þegar líða tók á fang- elsisvistina. Anna sagði: Það er erfitt að vera hérna, það er svo mikil streita og stress og maður er að missa hárið. Þetta er ein erfiðasta lífsreynsla sem ég hef gengið í gegnum. Anna hafði hins vegar ætlað að nýta sér það sem væri í boði og hafði gert það fyrst um sinn en: „Maður bara missir metnað á að gera hlutina. Fyrst fór ég í ræktina, mætti í jóga, gerði allt sko, allt sem var í boði hérna inni. Svo byrjaði þetta að dvína.“ Konunum fannst kvíðinn, sem fylgdi fangelsisvistinni, eirðar- og iðjuleysið ekkert gera annað en að auka á fíkn. Karítas lýsti aðstæðunum og iðjuleysinu á eirfarandi hátt: „Manni leiðist svo rosalega að hugurinn fer sjálrafa að hugsa um eitthvað sem styttir manni stundir og eina sem við höfum til að stytta okkur stundir eru fíkniefni.“ Öll virkni, sem var boðið upp á, fannst þeim mikil tilbreyt- ing í, eins og Berglind sagði: Nú er námskeið fyrir okkur í samskiptum. Það brýtur rosalega upp daginn. Og við erum að tala um eitthvað annað en dóp. Það er eins og hérna í vinnustofunni. Við sitjum saman í hring og eina sem talað er um: hver þekkir hvern, hver er nýkominn inn og hvaða dóp var verið að nota í síðasta partíi. Það er bara þannig, það er bara umræðuefnið í fangelsi. Partur af undir- heimunum er bara hérna og ekkert til að brjóta það upp. Konurnar tömdu sér margar óheilbrigt samband við mat, sögðu lítið annað hægt að gera en að borða við þessar aðstæður og láta tímann líða. Ein þeirra hafði bætt á sig 30 kílóum á nokkrum mánuðum en aðrar leituðu allra leiða til að sporna við því. Dóra hafði ekki átt við átröskun að stríða áður en hún hóf afplánun en var nú farin að stunda losunarhegðun til að losa sig við matinn: „Það eru allar stelpurnar að æla hérna. Stundum fer maður bara í neyslu aur af því að maður hefur bætt á sig.“ Átröskun hjá Sigrúnu hafði tekið sig upp aur eir að hún hóf afplánun: „Það er frekar núna sem ég er ekki að borða nóg. Ég fæ mér próteinsjeik á morgnana og stundum borða ég ekki meira.“ Konunum fannst að það þyri að vinna með vímuefnavand- ann í fangelsinu. Boðið var upp á tvo AA-fundi á viku og þar með var það upptalið. Ekki voru allar sem nýttu sér þá. Karítas hafði hugmyndir um hvernig hægt væri að auka og bæta með - ferðarstarf í fangelsinu: „… bara að það væri með ferðar gangur hérna og teymi í kringum. Það væru viðtöl og grúppur.“ Karítas taldi að það myndi hafa jákvæð áhrif og að konurnar hefðu þá möguleika á að takast á við vímuefnavanda sinn: Það myndi kannski minnka neyslan meðal kvenna ef það yrði eitthvað meðferðarúrræði hérna. Að það væri hjálp til að takast á við sorgina, reiðina gagnvart sjálfum sér að hafa farið frá börn- unum sínum, þú veist allt þetta sem er að hrjá mann, sem er öðruvísi en með karlana. Það eru margar stelpur sem liggja inni á klefanum sínum eir lokun og gráta vegna saknaðar til barnanna sinna. Það er bara að deyfa samviskubitið og láta tím- ann líða. Deyfa sársaukann og finna ekki til. Það er erfitt þarna úti en svo er erfiðara að vera lokaður hérna inni og þurfa að díla við þetta. Þér er bara hent inn á einhvern gang og færð enga hjálp. Það er miklu erfiðara. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.