Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 88
Konurnar áttu allar börn og voru þau flest í varanlegu fóstri hjá fósturölskyldum, feðrum sínum eða öðrum ættingjum. Það var þeim þungbærast að ræða börn sín. Sumar buðu börnum sínum góða nótt í huganum á kvöldin til að viðhalda tengslunum en aðrar aengdu alveg tilfinningar sínar til barnanna sinna. Dóra á tvö börn sem bæði voru í fóstri: „Það var mjög erfitt tímabilið þegar hann var tekinn af mér. Ég hef bara algjörlega blokkað það. Þetta bara eyðilagði líf mitt þegar strákurinn var tekinn af mér.“ Lífið eftir afplánun Konurnar höfðu undirbúið sig misjafnlega vel fyrir lok af - plánunar. Nokkrar þeirra voru staðráðnar í að takast á við vímuefnavandann og reyna að byggja upp sambandið við börnin sín en aðrar vissu ekki hvað biði þeirra. Bára taldi dag- ana þar til hún myndi losna en var alveg óviss um framtíðina: „Ég fer bara í eitthvað herbergi og svo verður það bara að koma í ljós. Ég mun fá mér [rítalín] þegar ég kem út, ég veit það, ég bíð eir því.“ Reynsla Fríðu var sú sama: „Ég var ekkert að pæla í henni [framtíðinni]. Sambýlismaðurinn minn sótti mig þegar ég fór þaðan út [úr fangelsinu] og ég man eiginlega bara ekki meira. Ég hélt bara áfram að nota.“ Flestar þeirra voru ekki með öruggt húsnæði í lok afplán- unar. Sögðu þær að það væri nær ógjörningur fyrir sig að fá húsnæði þar sem þær væru á sakaskrá og væru ekki ofarlega í forgangi fyrir félagslegt húsnæði. Karítas sagði: Hver og ein einasta stelpa sem hefur verið með mér á gangi hefur farið út í óvissu, og fólk endar bara á sófaflakki eða Konu- koti og Gisti skýlinu. Og þegar fólk fer aur í þessar aðstæður þá bara gerir það það sem það þekkir, fer í neyslu og svo í glæpi. Það er ekki séns í helvíti að þú sért að fara að lifa á götunni edrú. Fólk fer beint í neyslu. Þeim fannst að einhver úrræði þyru að vera í boði að lokinni afplánun. Helga sagði: „Ég hef alveg verið, og haldið að ég væri í góðum málum. En það er bara hægara sagt en gert að koma úr lokuðu fangelsi.“ Konunum fannst þær ekki sitja við sama borð og karlmenn varðandi afplánun í opnu úrræði. Karítas nefndi að konur væri í algjörum minnihluta á Vernd: „Þetta er eins og vera kvenfangi á Vernd. Kannski ein með tuttugu og eitthvað strákum, það er heldur ekkert auðvelt, það vantar áfangaheimili fyrir konur eir fangelsi.“ Reynsla Berglindar af opnu úrræði var áþekk reynslu Karítasar: Konur eiga ekki að þurfa að vera á sama stað og níðingar og nauðgarar sem hafa misnotað konur og börn. Við þurfum að þola þetta í neyslu en við eigum ekki að þurfa að vera í kringum þetta í fangelsi. Þetta er ekki félagsskapur sem maður leitar að og flestallar konur í fangelsum hafa verið misnotaðar á einhvern hátt. Að mati kvennanna var algjört úrræðaleysi þegar kom að lokum afplánunar. Karítas sagði: „… þú tekur bara strætó í bæinn. Svo mætirðu niður í Mjódd og hringir í rítalínsalann þinn, þú veist, ert bara komin í það sama.“ Umræða Konurnar áttu allar við vímuefnavanda að stríða og höfðu hlotið refsidóm vegna vímuefnatengdra brota. Vandi þeirra er djúpstæður og þær hafa nær allar orðið fyrir áföllum og erfiðri lífsreynslu fyrr á lífsleiðinni. Áhrif áfalla, kynferðisoeldis og annarra erfiðleika eru alvarleg en lítið hefur verið unnið með áfallasögu þeirra í fangavistinni. Vímuefnavandi og endurtekið ofbeldi Allar konurnar í rannsókninni glímdu við alvarlegan vímu- efnavanda og flestar þeirra hafa notað vímuefni um æð en það samræmist rannsókn Mannerfelt og Håkanson (2018). Vímu- efnaneysluna sögðu þær hafa verið leið til að deyfa sig og tak - ast á við þá andlegu vanlíðan sem áföllin og annar vandi leiddi af sér. Samkvæmt rannsókn Zlotnick og félaga (2003) er það vel þekkt að vímuefni séu notuð til að deyfa sársaukafullar til- finningar og erfiða lífsreynslu. Hið sama kemur fram í skýrslu Fíkniefna- og sakamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (2018). Altintas og Bilici (2018) benda enn fremur á að mikill meiri- hluti kvenfanga hafi orðið fyrir vanrækslu og líkamlegu eða kynferðislegu oeldi eða hvoru tveggja í æsku. Konurnar greindu einnig frá oeldi sem þær urðu fyrir af hendi sambýlismanna og barnsfeðra og hvernig vímuefna - notkun þeirra var o samofin þeirra. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að konur í vímuefnaneyslu eru fastar í vítahring oeldis og vímuefnanotkunar og eiga frekar á hættu að verða fyrir oeldi í nánum samböndum heldur en aðrar konur (Lynch o.fl., 2012; Testa o.fl., 2003). Fíkniefna- og sakamála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (2018) hefur bent á að kyn- bundið oeldi gegn konum í virkri vímuefnaneyslu sé tvöfalt til fimmfalt algengara en hjá konum í sambærilegu þýði sem ekki nota vímuefni. Má þar nefna oeldi í nánum sam- böndum, oeldi af hendi annars en maka og kynferðisleg nauð ung. Konurnar glímdu allar við kvíða og höfðu að eigin sögn verið greindar með kvíðaröskun ásamt áfallastreituröskun. Af þeim þremur milljónum kvenna sem handteknar eru ár hvert í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að einn fimmti glími við geðröskun, um helmingi fleiri en í almennu þýði. Hlutfall kvenfanga með geðröskun og tvígreindan vanda er einnig hærra meðal kvenfanga en við karlfanga (Abram o.fl., 2003). Skortur á áfallamiðaðri nálgun í vímuefnameðferð Konurnar höfðu margo leitað sér meðferðar við vímuefna- vanda. Þær konur sem höfðu áfallasögu úr æsku sögðu að meðferðin þyri að vera áfallamiðaðri en hún er nú, en það gefur til kynna að ekki sé tekið tillit til sértækra þarfa þeirra þegar kemur að vímuefnameðferð. O’Hagan og Wilson (2018) benda á að tíðni áfalla, svo sem kynferðislegs oeldis, er hærri meðal kvenna en karla sem sækja vímuefnameðferð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Fíkniefna- og saka- málastofnun Sameinuðu þjóðanna (2018) hafa bent á að vímu- arndís vilhjálmsdóttir, sigríður halldórsdóttir og sigrún sigurðardóttir 88 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.