Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 89
efnavandi sé heilbrigðisvandi sem skuli meðhöndlaður sem slíkur innan heilbrigðiskerfisins. Einstaklingar með vímuefna- vanda eigi rétt á og hafi brýna þörf fyrir fagleg meðferðar- úrræði sem byggjast á gagnreyndri þekkingu. Það var hins vegar mat kvennanna að í sumum þeim meðferðarúrræðum sem þær höfðu leitað í hefði starfsfólk ekki verið fagmenntað og að þeirra mati ýmislegt fengið að viðgangast. Fangelsi og staðan nú Konurnar glímdu við áfallastreituröskun auk annarrar geð - röskunar, svo sem kvíða eða þunglyndi. Þær töldu að vímuefna - meðferð auk aðstoðar við geðrænum kvillum hefði getað nýst þeim. Þær sem fengið höfðu slíka aðstoð innan fangelsisins töldu þá aðstoð hjálplega. Önnur rannsókn sýnir að kven- fangar vilja eiga þess kost að fá viðeigandi meðferð og eru mun líklegri til að nýta sér hana í afplánun. Kvenfangar með ómeð - höndlaða áfallastreituröskun eru líklegri en aðrar til að fara að nota vímuefni og fara aur inn í dómskerfið, og konur í af - plánun gætu því virkilega ha gagn af áfallamiðaðri meðferð (Karlsson og Zielinski, 2018). Heildrænn stuðningur í lok afplánunar er nauðsynlegur svo að konur geti á árangursríkan hátt komið aur út í sam- félagið eir afplánun. Skortur á geðheilbrigðisþjónustu, mennt - un og tryggu húsnæði eru allt erfiðleikar sem kvenfangar mæta við lok afplánunar, auk þess að fara aur í umhverfið þar sem þær voru í vímuefnanotkun áður (Covington og Bloom, 2006; Perkins o.fl., 2018). Sú stefnumótum þar sem aðaláherslan er að takmarka framboð vímuefna ber vott um skilningsleysi á flóknum vanda refsifanga. Refsivist einstaklinga með vímu- efnavanda er til einskis fái þeir ekki aðstoð við að takast á við vímuefnaneyslu sína (Chandler o.fl., 2009). Mikilvægt er að bjóða upp á áfallamiðaða hjúkrun þeirra kvenna í íslenskum fangelsum sem glíma við alvarlegan vímu- efnavanda. Bjóða þarf upp á greiningarferli þar sem lagt er mat á flókinn heilsufarsvanda þeirra og síðan þarf að beita ýmiss konar gagnreyndri hjúkrunarmeðferð ásamt þverfaglegri nálgun hóps sérfræðinga. Að taka alvarlega þann flókna heilsufarsvanda sem þessar konur glíma við er ekki aðeins þjóðfélagslega hagkvæmt heldur er það mannúðlegri lausn en að bjóða kvenföngum aðeins upp á einhæfa afþreyingu. Styrkur rannsóknar og takmarkanir Það er styrkur þessarar rannsóknar að hún er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem allar um reynsluheim kvenna sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda í íslensku fangelsi og reynslu þeirra af meðferðarúrræðum innan og utan fangelsis. Hún sýnir glöggt hve flókinn heilbrigðisvandi þeirra er og hve réttlausar og berskjaldaðar þær eru. Rannsóknin sýnir að þær þurfa á flókinni áfallamiðaðri hjúkrun og meðferð að halda. Aukin þekking og dýpri skilningur á reynslu þeirra er forsenda þess að unnt sé að veita þeim markvissa áfallamiðaða hjúkrun og meðferð. Hugsanlegt er að valskekkja hafi átt sér stað þar sem ómögulegt er að ganga úr skugga um hvort úrtakið er dæmi- gert fyrir þýðið. Önnur takmörkun gæti verið að túlkun gagna mótist um of af bakgrunni rannsakenda, svo sem kyni, menn- ingu og fyrri reynslu. Alltaf er hætta á að fyrirframgefnar hug- myndir rannsakenda hafi áhrif á niðurstöðurnar. Lokaorð Þátttakendur rannsóknarinnar er afar jaðarsettur og falinn hópur í ljósi stöðu sinnar. Konurnar glímdu við flókinn vanda, bæði líkamlegan og á geðheilsu. Þær mættu gjarnan fordóm - um vegna vímuefnanotkunar sinnar þegar þær leituðu til heil- brigðisþjónustunnar. Þær eiga allar að baki gríðarlega áfalla- sögu sem börn, unglingar og á fullorðinsárum. Þær glíma einnig við geðrænan vanda sem nauðsynlegt er að veita með - ferð við. Mikilvægt er að sjónarmið þessara kvenna heyrist og að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um sértækar þarfir þeirra hvar svo sem þeir kunna að veita þeim þjónustu. Þakkir Höfundar vilja fyrst og fremst þakka þátttakendum fyrir að deila þungbærri reynslu sinni, slíkt er ekki sjálfgefið. Fangels- ismálastofnun fær einnig þakkir fyrir gott samstarf við fram- kvæmd rannsóknarinnar. Heimildir Abram, K. M., Teplin, L. A. og McClelland, G. M. (2003). Comorbidity of se- vere psychiatric disorders and substance use disorder among women in jail. American Journal of Psychiatry 160, 1007–1010. doi:10.1176/appi. ajp.160.5.1007 Altintas, M. og Bilici, M. (2018). Evaluation of childhood trauma with respect to criminal behavior, dissociative experiences, adverse family experiences and psychiatric backgrounds among prison inmates. Comprehensive Psy- chiatry, 82, 100–107. Chander, G., Himelhoch, S. og Morre, R. D. (2006). Substance abuse and psy- chiatric disorders in HIV positive patients. Drugs, 66(6), 769–789. doi:10.2165/00003495-200666060-00004 Chandler, R. K., Fletcher, B. W. og Volkow, N. D. (2009). Treating drug abuse and addiction in the criminal justice system: Improving public health and safety. JAMA: e Journal of the American Medical Association, 301(2), 183–190. doi:10.1001/jama.2008.976 Covington, S. S. og Bloom, B. E. (2006). Gender responsive treatment and services in correctional settings. Women and erapy, 29(3–4), 9–33. doi:org/10.1300/J015v29n03_02 Dahlman, D., Håkansson, A., Björkman, P., Blomé, M. A. og Kral, A. H. (2015). Correlates of skin and so tissue infections in injection drug users in a syringe-exchange program in Malmö, Sweden. Substance Use and Misuse, 50(12), 1529–1535. doi:10.3109/10826084.2015.1023450 DeHart, D., Lynch, S., Belknap, J., Dass-Brailsford, P. og Green, B. (2014). Life history models of female offending: e roles of serious mental illness and trauma in women’s pathways to jail. Psychology of Women Quarterly, 38(1), 138–151. doi:10.1177/0361684313494357 Fazel, S., Bartellas, K., Clerici, M. og Trestman, R. (2016). Mental health of prisoners: Prevalence, adverse outcomes and interventions. Lancet Psy- chiatry, 3, 871–881. doi:10.1016/S2215-0366(16)30142-0 Fíkniefna- og sakamálastofnun Sameinuðu þjóðanna. (2017). World drug re- port 2017. Vín: Sameinuðu þjóðirnar. Fíkniefna- og sakamálastofnun Sameinuðu þjóðanna. (2018). World drug re- port 2018. Vín: Sameinuðu þjóðirnar. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 89

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.