Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 94
Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020). Algengi kulnunar í starfi hjúkrunarfræðinga er nokkuð há miðað við önnur störf (Fida o.fl., 2018) og hefur streita í starfi hjúkrunar- fræðinga ákveðið forspárgildi fyrir kulnun (Happell o.fl., 2013). Kulnun kemur m.a. fram í starfsóánægju sem getur leitt til þess að hjúkrunarfræðingar leita í aðrar starfsgreinar og er því mikilvægt að koma í veg fyrir kulnun þeirra (Fida o.fl., 2018). Samkvæmt rannsókn Rudman og félaga (2014) stefndi fimmti hver hjúkrunarfræðingur á að yfirgefa stéttina á fyrstu fimm árunum í starfi. Slæmur starfsandi, óánægja með laun, stjórn- unarvandamál, vöntun á stuðningi frá stjórnendum, vinnu- álag, það að vera ekki metinn að verðleikum og miklar kröfur til hjúkrunarfræðinga eru dæmi um ógnandi þætti sem geta ýtt undir brottfall. Hins vegar eru verndandi þættir taldir vera einstaklingsbundnir, eins og aldur og reynsla. Starfshættir stjórnenda geta líka auðveldað nýliðum lífið til dæmis með því að veita hjúkrunarfræðingum svigrúm til að hafa áhrif á vinnu - tíma og starfshlutfall sitt. Mikilvægt er að finna leiðir til að draga úr brottfalli hjúkrunarfræðinga og geta stjórnendur m.a. veitt umbun fyrir góða frammistöðu, stuðlað að styrkingu fag- legrar þróunar, veitt aukin tækifæri til símenntunar og þannig ýtt undir jákvæð bjargráð hjúkrunarfræðingsins (Dawson o.fl., 2014). Markmið rannsóknarinnar var að öðlast innsýn í hvaða áskoranir mæta nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum fyrsta árið í starfi, hversu tilbúnir þeir telja sig vera til að takast á við þær og hvaða bjargráð þeir nýta sér til að vinna úr þessum áskorunum til að stuðla að góðri líðan í starfi. Aðferð Rannsóknin var framkvæmd árið 2018 og var rannsóknar- gagna aflað með hljóðritun hálfstaðlaðra einstaklingsviðtala við sex nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem allir höfðu lokið BS-prófi við HA. Eigindleg viðtöl veita rannsakendum tæki- færi til að öðlast innsýn í heim þátttakenda. Það getur verið mikilvægt þegar skoðuð er reynsla og álit einstaklinga á ákveðnu viðfangsefni og þeirri merkingu sem fólk leggur í líf sitt og aðstæður (McMillan, 2015). Þátttakendur Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki (e. purposive sam- pling). Skilyrði fyrir þátttöku voru brautskráning úr hjúkrunar - fræði frá HA á árunum 2013–2017 og að þátttakendur hefðu a.m.k. þriggja mánaða starfsreynslu á þeirri legudeild sem þeir voru starfandi á. Þátttakendur voru á aldrinum 26–43 ára og eitt til tvö ár voru frá brautskráningu þeirra og störfuðu þeir allir á legudeildum sjúkrahúsa víðs vegar um landið. Haft var samband við þátttakendur með tölvupósti þar sem þeim var kynnt rannsóknin með kynningarbréfi og þeim boðin þátt- taka. Upplýsingar um hugsanlega þátttakendur voru fengnar úr fyrirliggjandi nafnalista brautskráningarnema HA og voru þeir valdir af handahófi af þeim lista. Framkvæmd Eftir að rannsakendur höfðu lesið ýmis gögn um fræðilegan bakgrunn tengdan rannsóknarspurningunum gerðu þeir við - tals ramma sem hafður var til hliðsjónar í viðtölunum. Til- gangur hans var m.a. að öll viðtölin myndu byggjast á svipuð - um grunni. Viðtölin voru á bilinu 30–115 mínútur að lengd. Fjórir rannsakendur stóðu að framkvæmd og úrvinnslu viðtalanna en flestir þeirra höfðu reynslu af gerð rannsókna, bæði í fyrra námi og störfum. Fjórir rannsakendur hljóðrituðu viðtölin og afrituðu þau orðrétt ásamt öllum glósum og at- hugasemdum rannsakenda. Stuðst var við aðferð Bengtsson (2016) við úrvinnslu textans og athugasemdir skrifaðar eftir túlk - un rannsakenda á merkingu orða og blæbrigða í rödd viðmæl- anda. Siðferðileg álitamál Staðfesting fékkst frá Vísindasiðanefnd að ekki þyrfti leyfi frá nefndinni til þess að framkvæma rannsóknina. Við hljóðritun og eyðingu gagna var í hvívetna farið eftir lögum um persónu- vernd (Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000) og þagnarskyldu (Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012). Meðhöndlun allra gagna fór fram með virðingu fyrir bæði rannsóknarefninu og þátttakendum í rannsókninni. Fyllsta trúnaðar var gætt og farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál í öllum atriðum rannsóknarinnar, dulnefni voru notuð (Fjóla, Lilja, Íris, Rósa, Sóley og Ösp) og upplýst sam - þykki fengið. Þátttakendum var gert ljóst hvert efni rannsókn- arinnar væri ásamt markmiðum og tilgangi hennar. Viðtölin voru tekin upp með leyfi þátttakenda og þeim eytt að rannsókn lokinni. Gagnagreining Greining gagna fór fram með túlkandi innihaldsgreiningu (e. content analysis) þar sem greiningin tók mið af markmiðum rannsóknarinnar. Í upphafi tók greining einnig mið af viðtals- ramma rannsóknarinnar með það fyrir augum að koma gögn- unum í ákveðna þemaflokka út frá svörum viðmælenda. Viðtölin voru lesin margoft yfir og tók gagnagreining stöðug - um breytingum. Undirliggjandi merking textans var dregin fram, gögn voru borin saman, túlkuð og settur kóði eftir merk- ingu þeirra og hversu oft þeir komu fyrir. Að lokum voru kóðarnir sameinaðir og úr þeim voru búin til þemu sem saman- stóðu af tveimur meginþemum (áskorun og bjargráð) og ellefu undirþemum (aðlögun, starfsþróun, ábyrgð, streita, færni, kuln - un, hvíld, sjálfsrækt og viðhorf, ígrundun, námið og starfs- reynsla, handleiðsla). Niðurstöður Þátttakendur mættu ýmsum áskorunum á fyrsta starfsári sínu. Áskoranirnar tengdust bæði því skipulagi sem ríkti innan stofnananna sjálfra, hjúkrunarstörfunum sjálfum og því hvernig guðríður ester geirsdóttir o.fl. 94 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.