Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 95

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 95
þátttakendur náðu að sameina vinnu og einkalíf. Bjargráðin tengdust bæði innri þáttum sem þátttakendur gátu haft áhrif á, s.s. hvíld og sjálfsrækt, en einnig ytri þáttum sem komu fram í utanaðkomandi stuðningi. Áskoranir Þátttakendur rannsóknarinnar stóðu frammi fyrir ýmsum áskorunum sem tengdust beint vinnustað þeirra. Hagnýtir þættir á borð við vinnuaðstöðu, aðlögun, starfslýsingu, mönn - un og starfskröfur, ásamt þeim verkefnum sem flokkast ekki beint undir starfslýsingu þeirra, voru meðal þess sem þeim fannst reyna mikið á í starfinu. Áskoranirnar sneru einnig að viðhorfum þeirra til starfsins, öryggi til að sinna því, skynjun á ábyrgðinni sem starfið felur í sér, streitu og kulnunarein- kennum. Aðlögun Þegar kemur að áskorunum í starfi og hvernig þátttakendur tókust á við þær skipti aðlögun höfuðmáli. Góð aðlögun hafði áhrif á líðan og sjálfstraust þátttakenda sem voru að taka sín fyrstu skref í nýju hlutverki. Oft innihéldu starfskyldur við - mælenda verkefni sem þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir og ekki alveg áttað sig á að féllu undir skyldur hjúkrunarfræðinga. Flestir töluðu um að þeir hefðu ekki fengið nægilegan undir- búning í náminu fyrir þennan hluta hjúkrunarstarfsins. Þeim fannst það haldast í hendur við hvernig staðið var að aðlögun þeirra og hvernig þeim tókst að ná utan um þessi verkefni, en að sögn þátttakenda var þó sú undantekning að þeir fengu nægilegan aðlögunartíma. Slæm stjórnun í tengslum við að - lög un var oft úrslitaþáttur þess að viðmælendur ákváðu að láta af störfum á viðkomandi deild, eða eins og Ösp sagði: Mér var hent út í djúpu laugina … og ég fann að mér leið ekki vel á þessari deild og þess vegna kláraði ég aðeins sumarið og bara adiós. Ég sé ykkur ekki aftur, ég ætla ekki að koma hingað aftur. Þetta sumar var eiginlega bara svolítið þannig að manni kveið fyrir að fara í vinnuna og maður tók alveg svona góðar fimm mín- útur út í bíl að telja kjark í sig að fara inn. Starfsþróun Misjafnt var hvert viðhorf þátttakenda til starfsþróunar var. Flestir voru sammála um að oft væri lítið svigrúm til starfsþró- unar m.a. vegna fjársveltis innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Að sögn þátttakenda fól hluti af starfsþróun fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í sér að eiga möguleika á þátttöku í starfs - þróunarári ef þeir unnu á Landspítalanum. Þetta fannst hluta af þeim sem bjó úti á landi miður og þeim fannst eins og þeir þyrftu meira að bera sig eftir björginni meðan þeir voru að fóta sig fyrstu mánuðina í starfi. Þeim sem unnu á Landspítalanum fannst þó starfsþróunarárið ekki endilega spennandi valkostur, eða eins og Sóley sagði: Mér finnst efnið sem er í boði á starfsþróunarárinu mjög svipað því sem ég lærði í náminu og velti því fyrir mér hvort það henti nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Ég held að það henti kannski betur þeim sem útskrifuðust fyrir löngu og vilja koma aftur til starfa við fagið. Ábyrgð Allir voru sammála um að störf hjúkrunarfræðinga feli í sér mikla ábyrgð og töluðu flestir um að það væri ein helsta áskor- unin. Það kom fram að sú breyting, sem verður á þeim tíma frá því að viðmælendur voru hjúkrunarnemar yfir í að verða útskrifaðir hjúkrunarfræðingar, feli í sér umtalsverða aukna ábyrgð í starfi. Gerð var sú krafa að þeir hefðu umsjón með mun fleiri sjúklingum eftir útskrift en í klínísku námi og skorti þá því reynsluna til þess. Einnig kom fram að ábyrgðin væri mun meiri en sumir viðmælenda gerðu sér grein fyrir, eða eins og Íris sagði: „Þú átt bara að taka ákvarðanir sem ég … ætlaði mér aldrei að þurfa að taka.“ Lilja lenti einnig í því að vera strax sett í verkefni sem hún taldi sig ekki tilbúna fyrir en fannst felast mikil ábyrgð í, t.d. ábyrgð á nemum og verklegri þjálfun þeirra. Allir óttuðust ákveðnar aðstæður sem kröfðust mikillar ábyrgðar af þeim og þeir voru jafnvel ekki með færni til að sinna. Nokkrir minntust á að á fyrsta starfsárinu væru þeir enn að læra en þyrftu samt að standa á eigin fótum og fannst þeim mikil ábyrgð fólgin í þessum línudansi. Þeir sem höfðu þegar lent í krefjandi aðstæðum þar sem reyndi á þekkingu þeirra og færni voru sammála um að það hefði komið þeim á óvart hversu vel þeir brugðust við í þeim sporum. Einnig kom fram að allir viðmælendur rannsóknarinnar óttuðust að gera mistök í starfi og tengdu það við ábyrgðina, eða eins og Ösp lýsti: Það sem ég hræðist mest er að gera mistök … maður hugsar til þess með hryllingi að, ef það skyldi gerast. Þetta getur gerst og eig- inlega bara geri ég ráð fyrir að það muni einhvern tímann gerast, það er kannski mikið að gera og þá er náttúrlega miklu meiri hætta á því að gera mistök. Streita Flestir voru sammála um að streita sé hluti af daglegu lífi og áhrif hennar einstaklingsbundin. Það sem einum þátttakanda fannst vera neikvæð streita fannst öðrum vera jákvæð áskorun. Flestum leið vel í starfi og þótti ávallt gaman að mæta til vinnu þrátt fyrir stóran þátt streitu í starfinu sem stöðugt er að þróast í takt við samfélagsbreytingar. Streitan gat ýtt undir kulnun í starfi og haft neikvæð áhrif á upplifun þátttakenda á færni sinni. Þátttakendur fundu einnig oft ómeðvitaða streitu sem hafði víðtæk áhrif á ýmislegt í lífi þeirra. Þessi streita kom gjarnan fram í tengslum við trú þeirra á eigin getu í starfi en einnig vegna samviskubits sem þeir upplifðu í garð vinnunnar, eða eins og Sóley sagði: „Maður er alltaf svo gjarn að fá, þú veist, móral yfir öllu. Maður á alltaf að vera bara á 150.“ Flestir voru sammála um að þeir eða fjölskyldur þeirra færðu einhverjar fórnir fyrir starfið. Það krafðist lagni að sam- eina vaktavinnu og einkalíf. Þeir sem voru knúnir til að vera í háu starfshlutfalli fannst þetta einkum erfitt og hafa að hluta til neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og vera streituvaldandi. Þrí- skiptum vöktum var lýst sem ákveðinni fórn sem fól m.a. í sér ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.