Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 96

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 96
löng tímabil þar sem þátttakendur hittu maka sinn og börn lítið. Viðvarandi mannekla hafði einnig áhrif á streitu þátttak- enda þar sem hún gat aukið álagið í vinnunni og það litaði aftur hvernig þátttakendur náðu að nota frítíma sinn. Færni Þátttakendur voru allir þeirrar skoðunar að þeir byggju yfir meiri færni en þá grunaði og þeir væru betur í stakk búnir til að takast á við ögrandi verkefni í starfi, en það væri háð starfs- vettvangi og fyrri reynslu á hvaða færniþætti reyndi. Flestum fannst þá vanta yfirsýn yfir þarfir sjúklinga og þau verk sem átti að inna af hendi, eða eins og Fjóla sagði: „Ég hefði þurft að vinna meira með náminu þar sem mig skorti ákveðna færni.“ En þrátt fyrir að þeir efldust fljótt í starfi og öðluðust nokkuð hratt faglega færni og náðu að tengja bóklega þekkingu úr náminu við verklega þætti starfsins gerðu þeir sér grein fyrir því að þeir áttu talsvert í land með að teljast vera reyndir hjúkr- unarfræðingar. Flestir virtust vera vakandi fyrir því að til að öðlast aukna færni og eflast í starfi væri mikilvægt að nýta sér reynslu og þekkingu reyndari hjúkrunarfræðinga. Kulnun Viðmælendur voru allir meðvitaðir um að kulnun er þekkt innan hjúkrunarfræðistéttarinnar og margir nefndu að kulnun meðal hjúkrunarfræðinema væri raunverulegt vandamál. Sóley nefndi að hún hefði heyrt að kulnun hjúkrunarfræðinema væri rakin til of mikillar ábyrgðar í starfi fyrir útskrift og hjúkrunar- fræðingar væru sérstaklega viðkvæmir fyrir kulnun á fyrstu tveimur árunum í starfi. Sóley sagði: „Ég er mjög meðvituð um streituna … og geri mér grein fyrir að streitan getur byggst upp.“ Lilja sagði að þegar mikil mannekla væri á deildinni fyndi hún fyrir lömunartilfinningu gagnvart starfinu. Hún sagðist hafa fundið fyrir hálfgerðum kulnunareinkennum frá þriðja ári í náminu og gæti ekki neitað því að hún fyndi enn fyrir þeim. Flestir voru sammála um að mikil þreyta og langvarandi streita í starfi hefði neikvæð áhrif á líðan þeirra og gæti auðveldlega leitt til kulnunareinkenna. Bjargráð Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nýttu allir viðmæl- endur sér einhvers konar bjargráð til að takast á við daglegar áskoranir hvort sem það var gert með innri eða ytri bjarg - ráðum. Innri bjargráð þátttakenda rannsóknarinnar birtust einkum í formi hvíldar, sjálfsræktar, viðhorfa og ígrundunar. Allir þátttakendur nýttu sér þessi bjargráð á einn eða annan hátt. Ytri bjargráð þátttakenda fólust í utanaðkomandi stuðn - ingi þar sem markvisst var unnið að þjálfun og styrkingu í starfi. Voru það einkum undirbúningur á námstíma, fyrri starfs - reynsla, aðlögun, handleiðsla og gott starfsumhverfi. Hvíld Allir viðmælendur litu á hvíld sem hluta af bjargráðum en birt- ingarmyndin var mismunandi. Sumum fannst gott að sofa út eftir kvöldvaktir og vinnutarnir en aðrir fundu hvíld í því að takast á við önnur verkefni, s.s. að eyða tíma með fjölskyld- unni, eða eins og Íris lýsti: „Ég fyllist af orku við það að eyða tíma með fjölskyldunni minni.“ Þátttakendur voru fúsir til að fórna fríi sínu í aukavaktir sem hafði þó neikvæð áhrif á hvíld þeirra þar sem þeir voru þá að vinna afar þétt, eða eins og Lilja komst að orði: „Ég fer í vaktarfrí en veit að það verður hringt í mig og ég beðin um að taka aukavakt sem klippir í sundur frí á milli vakta.“ Sóley sagði að þrátt fyrir að hún ynni að öllu jöfnu tvær til sex aukavaktir í mánuði hefði hún það fyrir reglu að taka aldrei aukavaktir þegar hún ætti fríhelgi. Sjálfsrækt Þátttakendur voru allir sammála um að sjálfsrækt skipti máli og stunduðu flestir einhvers konar sjálfsrækt í formi líkams- ræktar, hannyrða, útiveru eða annarra áhugamála með það markmið að sinna sjálfum sér sem einstaklingi og hvílast og vinna þannig gegn streitu. Sóley var meðvituð um mikilvægi þess að efla andlega heilsu og leggja rækt við hana, t.d. með hugleiðslu og núvitund. Henni fannst mikilvægt að sinna sál- rænum þáttum til að geta tekist á við áskoranir bæði í starfi og einkalífi, eða eins og hún sagði: „Maður þarf virkilega að passa upp á sjálfan sig.“ Það voru þó ákveðnir þættir sem gáfu þátt- takendum minna rými til sjálfsræktar og að sameina vinnu og einkalíf. Þetta voru t.d. þrískiptar vaktir, hátt starfshlutfall, mikið vinnuálag, stór fjölskylda ásamt fjarlægð frá vinnustað. Ígrundun Allir viðmælendur notuðu ígrundun til að fara yfir þau verk- efni sem hugsanlega hefðu mátt betur fara og voru sammála því að þeir væru ekki alltaf meðvitaðir um þegar þeir beittu ígrundun, en allir sögðust fara yfir vinnudaginn og verkefni hans. Viðmælendur nýttu sér ígrundun sérstaklega í krefjandi málum, eða eins og Lilja sagði: „Eins og mér fannst leiðinlegt að vinna ígrundunarverkefni á námstímanum þá skil ég í dag að það gagnast og beiti ég markvisst ígrundun þegar upp koma erfið mál og ígrunda þau í huganum.“ Lilja minntist einnig á að stundum velti hún deginum lengi fyrir sér og „er jafnvel heima á kvöldvakt“ eftir dagvakt á sjúkrahúsinu. Fleiri tóku í sama streng og lýsti Sóley þessu þannig: „Það kemur oft fyrir að maður sé að fara yfir ákveðið mál í huganum í marga daga.“ Námið og starfsreynsla Námið gaf þátttakendum góðan grunn til að takast á við starfið eftir brautskráningu en var þó ekki fyllilega tæmandi gagnvart þeim verkefnum sem starfið felur í sér. Hluti þátttakenda bjó yfir starfsreynslu í umönnun áður en þeir hófu nám í hjúkr- unarfræði. Helmingur þátttakenda var sjúkraliðar að mennt og töldu þá reynslu góðan undirbúning fyrir ákveðna þætti guðríður ester geirsdóttir o.fl. 96 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.