Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 97
starfsins. Allir voru sammála því að starfsreynslan, sem þeir öðluðust samhliða náminu í formi klínísks náms, sumarstarfa og hlutastarfa, hefði veitt þeim aukna verklega færni og öryggi í starfi til viðbótar við bóklegt nám. Allir viðmælendur voru ánægðir með námið. Þeir veltu þó fyrir sér hvort auka mætti vægi klínísks náms, eða eins og Rósa sagði: „Ég hefði sjálf kosið að allt fjórða árið hefði verið skipulagt sem verknám.“ Flestir bentu þó á að vegna fjölbreytileikans, sem starfið býður upp á, sé ógerningur að undirbúa verðandi hjúkrunarfræðinga fyrir alla þætti starfsins. Umræða Ýmsar áskoranir verða á vegi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og misjafnt er hvernig þeir takast á við þær. Helstu áskoran- irnar að sögn viðmælenda voru starfsumhverfið sem ein- kenndist af undirmönnun, tímaskorti og mikilli kröfu um yf- irvinnu ásamt aukinni ábyrgð eftir útskrift og skorti á reynslu. Viðmælendur notuðu markvisst jákvæð bjargráð til að hvílast og vinna úr reynslu í starfinu, draga úr streitu og bæta líðan. Einnig nýttu þeir sér stuðning frá starfsumhverfinu og hand- leiðslu frá reyndari hjúkrunarfræðingum. Viðmælendur rannsóknarinnar voru sammála um að þrátt fyrir góða fræðilega kennslu ásamt klínísku námi á námstíma, biðu þeirra ýmsar ófyrirsjáanlegar áskoranir eftir brautskrán- ingu. Það er í samræmi við fræðilega umfjöllun en ljóst er að ýmsir erfiðleikar geta verið á vegi nýútskrifaðra hjúkrunar- fræðinga og misjafnt er hvernig þeir takast á við þá, enda eru kröfurnar frá starfsumhverfinu fjölbreyttar (Heilbrigðisráðu - neytið, 2020; Moustaka og Constantinidis, 2010; World Health Organization, 2020). Þrátt fyrir þetta þykir ljóst að viðmæl- endur litu ekki svo á að allar áskoranir væru neikvæðar heldur gætu þær verið tækifæri til að læra nýja hluti í starfinu og eflast sem hjúkrunarfræðingar. Þetta samræmist því sem Moustaka og Constantinidis (2010) fjalla um í grein sinni að hæfilegar áskoranir geta verið nauðsynlegar og aukið afkastagetu. Ef álagið verður hins vegar of mikið og viðkomandi sér ekki fram á að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til hans geta áhrifin orðið skaðleg. Þetta kom einnig fram hjá viðmælend - um í tengslum við álagið sem fylgir því að vinna í umhverfi sem einkennist af undirmönnun, tímaskorti og mikilli kröfu um yfirvinnu. Það samræmist niðurstöðum rannsóknar Feng og Tsai (2012) þar sem nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum fannst erfitt að laga sig að starfsumhverfi sem einkenndist af starfsmannaskorti og tímahraki. Samkvæmt þessu er ljóst að bæta þarf ýmsa þætti í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og huga sérstaklega að innkomu nýútskrifaðra hjúkrunarfræð- inga. Aðrar áskoranir, sem viðmælendur nefndu, tengdust þeirri breytingu sem verður á ábyrgð þeirra eftir brautskráningu, m.a. á fjölda sjúklinga. Um leið og starfsleyfi er í höfn ber hinn sami nýútskrifaði hjúkrunarfræðingur ábyrgð á allt að sjö til átta sjúklingum og jafnvel fleirum eftir þyngd deilda, ásamt því að fjöldi sjúklinga getur aukist á kvöld-, nætur- og helgar- vöktum. Þetta samræmist niðurstöðum Feng og Tsai (2012) þar sem bent er á að þetta sé sá raunveruleiki sem hjúkrunar- fræðingar víðs vegar búa við. Hvort þátttakendur fundu til streitu út af ýmiss konar áskorunum og aukinni ábyrgð í starfi var einstaklingsbundið, það sem einn taldi streituvaldandi fannst öðrum jákvæð áskorun. Þetta samræmist skilgreiningu frá Rana og Upton (2009) á streitu þar sem fram kemur að hún er einstaklingsbundin og streituvaldarnir fjölbreyttir, en vinnutengd streita getur haft talsverð áhrif á líðan hjúkrunar- fræðinga í starfi og á vinnuafköst þeirra (Feddeh og Darawad, 2020; McIntosh og Sheppy, 2013). Þegar um þrískiptingu vakta er að ræða er ljóst að talsvert reynir á skipulagshæfni og þraut- seigju. Vaktavinna getur haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og þeir sem vinna vaktavinnu eiga oft í erfiðleikum með að sam- ræma frítíma með fjölskyldunni og starfið (Björk Bragadóttir o.fl., 2017; Costa, 2010; Ríkisendurskoðun, 2017). Þátttakendur rannsóknarinnar töldu reynsluleysi í starfi einnig vera streituvald. Reynsluleysið kom m.a. fram þegar þeir tókust á við verkefni sem þeir höfðu ekki sinnt áður, skorti þekkingu á, eða höfðu litla og jafnvel enga reynslu af. Þeir töldu að með því að öðlast aukna færni myndi draga úr streitu þátt - um sem tengjast hæfni í starfi og er þetta í samræmi við rann- sókn Feng og Tsai (2012). Mikilvægt er að stjórnendur hafi í huga að nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur þarf svigrúm, tíma og góða einstaklingsmiðaða aðlögun til þess að öðlast færni til að sinna öllum verkþáttum (Rudman o.fl., 2014). Með því er hægt að brúa bilið frá námsmanni til fagmanns og þannig draga úr því raunveruleikaáfalli sem margir nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar finna fyrir (Laschinger og Grau, 2012). Flestir viðmælendur rannsóknarinnar nýttu sér ýmis bjarg - ráð til að takast á við þær áskoranir sem þeir mættu í starfi. Dæmi um innri bjargráð var hvíld, en allir virtust gera sér grein fyrir mikilvægi hvíldar og er það í samræmi við þá vit- undarvakningu sem hefur verið í samfélaginu og tengist sam- spili heilsu og starfsumhverfis (Bragadottir, 2016). Til að vera fær um að takast á við þær áskoranir sem starfið felur í sér þurfa hjúkrunarfræðingar að geta stundað markvissa sjálfs- rækt en í henni felst t.d. ástundun á heilbrigðum lífsháttum til að endurheimta orku og koma jafnvægi á einkalíf og vinnu (Gifkins o.fl., 2017; Sigríður Halldórsdóttir, 2006; Zheng o.fl., 2017). Þátttakendur voru að vissu leyti meðvitaðir um mikil- vægi sjálfsræktar til að stuðla að jafnvægi, draga úr streitu og huga að sjálfum sér til að hafa getu til að veita árangursríka hjúkrun. Flestir reyndu að sinna sjálfsrækt með t.d. líkams- rækt, félagslífi eða áhugamálum en gerðu sér grein fyrir því að rými til slíkrar iðkunar var ekki alltaf eins og þeir vildu. Flestir viðmælendur nýttu sér einnig ígrundun til að læra af reynsl- unni og efla með sér faglega færni en sýnt hefur verið fram á mikilvægi ígrundunar í störfum hjúkrunarfræðinga (Asselin o.fl., 2013; Bulman o.fl., 2012; Caldwell og Grobbel, 2013). Nefndu viðmælendur að þeir notuðu oft ígrundun og þá sér- staklega í þeim tilgangi að takast á við krefjandi vinnutengd mál og draga af þeim lærdóm. Flestir veltu fyrir sér ýmsum at- vikum sem upp komu í vinnunni að vinnudegi loknum. Það kom fram hjá þeim öllum að þeir hefðu annaðhvort hringt upp á deild eftir að heim var komið til að tryggja að þeir hefðu sinnt skyldum sínum, eða heyrt af einhverjum sem gerði slíkt. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.