Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 18
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Hjúkrunarfræðineminn HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM Bogey Ragnheiður Leósdóttir ? Stjórnvöld gætu hækkað grunnlaunin til að hvetja fleiri til að læra hjúkrunarfræði Aldur: 25 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Á hvaða ári ertu í náminu? Á fjórða ári. Hvers vegna valdir þú hjúkrunarfræði? Hjúkrunarfræðin opnar gríðarmarga atvinnumöguleika bæði hérlendis og erlendis. Svo er ég mikil félagsvera svo hjúkrunarfræðin lá vel við. Gætir þú hugsað þér að starfa sem hjúkrunarfræðingur erlendis í framtíðinni? Algjörlega. Skemmtilegasta fagið? Nýi áfanginn Andvari: gjörgæsluhjúkrun. Erfiðasta fagið? Bráðahjúkrun, Þorsteinn kennari gerir kröfur. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað hjúkrunarfræðin er í raun og veru fjölbreytt og opnar marga atvinnumöguleika. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Ég hefði verið til í að læra meiri líffærafræði. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Já, það eru margir spennandi möguleikar og ég hef ekki gert það upp við mig hvað ég mun velja. Hressasti kennarinn? Þorsteinn, ekki spurning. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa? Þegar við settum upp æðaleggi í fyrsta sinn á öðru ári, því fylgdi mikill spenningur. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Ásdís Guðmundsdóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og aðjúnkt hjá HÍ. Hún er frábær í sínu starfi á gjörgæslunni og sem kennari við hjúkrunarfræðideildina. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Flýta mér hægt og vera fordómalaus. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Á núverandi vinnustað mínum gjörgæslunni á Hringbraut. Uppáhaldslæknadrama? Grey‘s Anatomy. Besta ráðið við prófkvíða? Að hreyfa sig. Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman? Kaffi. Besta nestið? Soðið egg. Besta næðið til að læra? Heima í stofu. Hvernig nærir þú andann? Með því að hreyfa mig, fara í sund, hitta skemmtilegt fólk, prjóna og lesa. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum? Líkamsrækt. Þrjú stærstu afrek í lífinu, fyrir utan börnin þín ef þú átt börn? Ég hef keppt fyrir Íslands hönd í stangarstökki, ég á 70 kg í bekkpressu og ég á íbúð. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar? Já. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum? Ég geng alltaf í vinnuna og skólann, ég hendi aldrei mat og svo er ég kölluð Rauði krossinn í vinahópnum þar sem ég sé um endurnýtingu á fötum kaupóðra vinkvenna minna. Hvað gleður þig mest í lífinu? Góð heilsa. Hvað hryggir þig helst? Stríðið í Úkraínu. Uppáhaldsveitingastaður? Austur-Indíafélagið á Hverfisgötu. Hvers saknar þú mest í heimsfaraldri? Að geta ferðast áhyggjulaus. Fallegasta borg í heimi? París er ein af uppáhalds. Besti bar fyrir hamingjustundir (happy hour)? Sushi Social, góðir alvörukokteilar þar. Falin perla í náttúru Íslands? Grænihryggur er kannski ekki mjög falinn en algjör perla í náttúru Íslands. Besta baðið? Sundhöll Reykjavíkur. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Ég myndi segja að ég sé lífsglöð, drífandi og orkumikil. Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun? Varpa ljósi á hvað felst í starfi hjúkrunarfræðinga og hækka grunnlaunin. Alveg að lokum hvað finnst þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga? Blaðið er flott eins og það er!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.